Skyldur og gæluverkefni

Katrín Atladóttir borgarfulltrúi:

Íslensk sveit­ar­fé­lög þurfa sam­kvæmt lög­um að rækja marg­vís­leg­ar skyld­ur og hafa til þess ýmsa tekju­stofna. Til viðbót­ar við lög­bund­in verk­efni hafa sveit­ar­fé­lög­in heim­ild til að sinna ýmsu öðru. Í til­viki Reykja­vík­ur­borg­ar er það svo sann­ar­lega raun­in.

Inn­an sam­stæðu borg­ar­inn­ar, svo­kallaðs B-hluta, er að finna fyr­ir­tæki á borð við Faxa­flóa­hafn­ir, Fé­lags­bú­staði, Mal­bik­un­ar­stöðina Höfða hf., Orku­veitu Reykja­vík­ur, Strætó bs. og Sorpu bs. Inn­an Orku­veitu Reykja­vík­ur er síðan fjöldi dótt­ur­fé­laga, þar á meðal Gagna­veita Reykja­vík­ur. Yf­ir­lýst hlut­verk henn­ar er „að veita ís­lensk­um heim­il­um og fyr­ir­tækj­um aðgengi að hágæða þjón­ustu á opnu aðgangsneti“. Þetta er í dag­legu tali kallað netteng­ing.

Hvergi er fjallað um bein­an rekst­ur netþjón­ustu í lög­um um skyld­ur sveit­ar­fé­laga. Það er því ekki hlut­verk borg­ar­inn­ar, né fyr­ir­tækja í henn­ar eigu, að veita þá þjón­ustu. Ekki frek­ar en að borg­in eigi að sjá borg­ur­un­um fyr­ir mat­skeið af lýsi á morgn­ana, eins hollt og það er nú samt. Borg­in ætti því að huga að sölu Gagna­veit­unn­ar við fyrsta tæki­færi.

Sam­hliða ætti borg­in að losa sig við eign­ar­hlut sinn í Sorpu. Sorp­hirða er víða boðin út á Íslandi og sér­hæfð fyr­ir­tæki bjóða þá þjón­ustu á sam­keppn­ismarkaði, nema auðvitað þar sem sveit­ar­fé­lagið held­ur uppi ein­ok­un­ar­starf­semi. Sorpa hef­ur reynst eitt risa­stórt lóð um háls hins synd­andi skatt­greiðenda og gæti hvenær sem er orðið óbæri­lega þungt.

Al­mennt má segja að því minni rekst­ur sem er á könnu hins op­in­bera, því minni lík­ur eru á því að skatt- og út­svars­greiðend­ur sitji uppi með risa­stóra reikn­inga eft­ir óráðsíu og mis­tök. Það er því áríðandi að losna við rekst­ur eins og Gagna­veit­una og Sorpu úr miðstýr­ingu ráðhúss­ins. Fólk mun eft­ir sem áður geta keypt sér aðgang að „opnu aðgangsneti“ og losnað við sorpið um leið og það tek­ur inn sitt eigið lýsi.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 11. desember 2020.