Skulda tvöfalt
'}}

Eyþór Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur:

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir skrif­ar um skuld­ir Reykja­vík­ur­borg­ar og tel­ur þær vera minni en ná­granna­sveit­ar­fé­lag­anna. Til er ein­föld aðferð til að kanna hvort slíkt sé rétt. Hún er sú að bera sam­an skuld­ir á íbúa. Sam­band ís­lenskra sveit­ar­fé­laga birt­ir þess­ar töl­ur á vef sín­um. Þar kem­ur fram að skuld­ir sam­stæðu borg­ar­inn­ar voru 2,6 millj­ón­ir á hvert manns­barn. Sam­bæri­leg tala ná­granna­sveit­ar­fé­lag­anna Kópa­vogs, Hafn­ar­fjarðar, Garðabæj­ar, Seltjar­ness og Mos­fells­bæj­ar er inn­an við helm­ing­ur af því eða 1,2 millj­ón­ir á mann. Þessi sam­an­b­urður er slá­andi og seg­ir sína sögu. Nú ger­ir Þór­dís Lóa ráð fyr­ir að taka 52 millj­arða að láni á næsta ári. Skuld­ir Reykja­vík­ur vaxa því áfram og er borg­in í al­gerri for­ystu á höfuðborg­ar­svæðinu. Hvað þetta varðar.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 10. desember 2020.