Eyþór Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur:
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar um skuldir Reykjavíkurborgar og telur þær vera minni en nágrannasveitarfélaganna. Til er einföld aðferð til að kanna hvort slíkt sé rétt. Hún er sú að bera saman skuldir á íbúa. Samband íslenskra sveitarfélaga birtir þessar tölur á vef sínum. Þar kemur fram að skuldir samstæðu borgarinnar voru 2,6 milljónir á hvert mannsbarn. Sambærileg tala nágrannasveitarfélaganna Kópavogs, Hafnarfjarðar, Garðabæjar, Seltjarness og Mosfellsbæjar er innan við helmingur af því eða 1,2 milljónir á mann. Þessi samanburður er sláandi og segir sína sögu. Nú gerir Þórdís Lóa ráð fyrir að taka 52 milljarða að láni á næsta ári. Skuldir Reykjavíkur vaxa því áfram og er borgin í algerri forystu á höfuðborgarsvæðinu. Hvað þetta varðar.
Greinin birtist í Morgunblaðinu 10. desember 2020.