Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra stóð fyrir svörum í beinni útsendingu á facebook í hádeginu í dag. Hægt er að horfa á streymið hér.
Henni bárust fjölmargar spurningar og náði að svara flestum sem bárust.
Hún sagðist sannfærð um að framtíð ferðaþjónustunnar væri björt eftir COVID-19. Við værum tilbúin til að taka á móti gestum, hefðum breytt regluverki sem hjálpi okkur og komið með mörg risa stór úrræði fyrir ferðaþjónustunna til að tryggja að við gætum spyrnt með öflugum hætti við að loknum faraldrinum.
Hún var spurð að því hvort ríkið ætti að vera með áætlun um orkuskipti. Hún sagði slíkt eðlilegt, markaðurinn myndi þó leysa þetta að mestu leyti. Orkuskiptin snúist að ýmsu í atvinnulífinu, haftengdri starfssemi o.fl. Ríkið hefði þó hlutverki að gegna t.d. varðandi rannsóknir og að þær ívilnanir sem hefðu verið af hálfu ríkisins hefðu flýtt fyrir þróuninni. Það væri efnahagslega og umhverfislega góð hugmynd að fara í orkuskipti.
Hún sagðist hafa óbilandi trú á nýsköpunarumhverfinu. Það hefði þroskast mjög hratt og hefði haft öfluga málsvara. Þegar umhverfi þroskist hratt og sé kvikt í eðli sínu kalli það á að við séum á tánum. Hún hafi því lagt áherslu á stórar breytingar í nýsköpunarumhverfinu. Þar skipti máli að veðja á einstaklinginn og hvað hann sé fær um að gera ef hann er í réttu umhverfi. Hún nefndi að með þessum hætti gætum við lausn ýmsar áskornanir framtíðarinnar, hvort sem væri vegna öldrunar þjóðar, í heilbrigðiskerfinu, menntakerfinu og tækninýjungum. Við þyrftum að hafa eins öflugt kerfi og við mögulega getum til að sækja fram.
Ráðherra svaraði spurningum um einföldun regluverks. Stofnanir hefðu verið sameinaðar, rafræn samskipti hefðu verið aukin, reglugerðir hefðu verið einfaldaðar, verkefnum hefði verið úthýst o.fl.
Hún sagði mikilvægt skref að hafa leyft erlendum sérfræðingum að starfa hér. Það hefði einnig verið táknrænt að gefa út þau skilaboð að við værum á kortinu – en einnig að brugðist hafi verið við stöðu sem var komin upp með erlenda sérfræðinga sem voru hér einir. Hún taldi þetta komið til að vera og að fólk myndi nýta sér þetta í einhverju mæli.
Nú væri unnið að næstu skrefum með að heimila erlendum sérfræðingum að flytja sig og störf sín varanlega til Íslands. Það gæti bæði unnið hér í fjarvinnu eða stofnað sín fyrirtæki hér og ráðið til sín starfsmenn. Í þessu fælist ákveðið samkeppnisforskot fyrir okkur. Unnið væri á kortlagningu varðandi þetta núna. Nefndi hún alþjóðlega skóla í þessu samskipti. Of fáir slíkir skólar mættu ekki vera þröskuldur fyrir fólk til að taka þetta skref.
Hún sagði næstu kosningar munu snúast um hvernig við komum Íslandi aftur í gang. Ísland sé land tækifæranna. Hún vill að kosningarnar snúist um það hvernig Ísland geti raunverulega verið áfram land tækifæranna og hvernig við komum Íslandi aftur í gang. Þar séu stórar pólitískar spurningar og mikilvægt að fólk kjósi um jöfn tækifæri, kjósi um að skattahækkanir séu ekki á dagskrá heldur skattalækkanir. Sjálfstæðisflokkurinn sé með skýrar línur varðandi þessi mál.
Um er að ræða fjórðu vikuna í röð sem ráðherrar Sjálfstæðisflokksins svara spurningum í beinni og verður Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í næstu viku – en sá viðburður verður auglýstur sérsaklega.