Hægri hlið loftslagsmálanna

Í fjórða þætti Loftslagsráða er rætt um hvað brenni helst á hægri mönnum varðandi loftslagsmálin og helstu áskoranir sem við blasa. Hlusta má á þáttinn hér.

Unnur Brá Konráðsdóttir ræðir við Friðjón R. Friðjónsson sem er einn eigenda og framkvæmdastjóri KOM ráðgjafar og hefur lengi gengt trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

Loftslagsráð er umræðuþáttur á vegum Loftslagsráðs Sjálfstæðisflokksins. Í þáttunum eru loftslagsmálin krufin til mergjar með viðtölum við sérfræðinga sem og áhugamenn um málefnið. Markmiðið er að draga fram þær lausnir sem geta komið að notum í baráttunni við loftslagsvandann. Við hugsum í lausnum, Sjálfstæðisflokkurinn tekur þátt í þessari umræðu og er hluti af lausninni. Vertu með okkur, það skiptir máli!