Að byggja á sandi

Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur:

Um þess­ar mund­ir er verið að kynna „viðauka við aðal­skipu­lag Reykja­vík­ur“. Í raun er þetta nýtt aðal­skipu­lag enda er gild­is­tími þess tíu árum lengri en nú er. Áhersl­an í viðauk­an­um er á hús­næðismál­in. Á fyrri hluta tíma­bils­ins er áhersla á upp­bygg­ingu á Ártúns­höfða þar sem nú er at­vinnusvæði. Flutn­ing­ur á at­vinnu­fyr­ir­tækj­un­um mun taka tíma, en jafn­framt mun kostnaður við aðföng aukast og þar með bygg­ing­ar­kostnaður í Reykja­vík.

Reynsl­an af því að flytja at­vinnu­starf­semi úr Reykja­vík ætti að hafa kennt okk­ur ým­is­legt. Rekst­ur Björg­un­ar ligg­ur nú niðri þar sem at­vinnu­lóð fé­lags­ins var tek­in af því. Í staðinn átti fé­lagið að fá aðstöðu í Álfs­nesi, sem enn er ekki í hendi. Fjöl­mörg fyr­ir­tæki og stofn­an­ir hafa þurft að flytja úr borg­inni. Ný­legt dæmi er Trygg­inga­stofn­un rík­is­ins sem var við Hlemm og fór í Kópa­vog á síðasta ári. Þá er Tækni­skól­inn að hugsa sér til hreyf­ings og borg­in á það á hættu að missa þá mik­il­vægu stofn­un frá sér. En það er fleira sem byggt er á veik­um grunni.

Hús­næðisáætl­un­in

Í viðauk­an­um er lagt upp með að byggja íbúðir á svæðum þar sem nú er starf­semi fyr­ir. Þetta er ekki bara dýrt þar sem það þarf að rífa bygg­ing­ar og færa starf­semi, held­ur eru þarna mik­il höft á upp­bygg­ingu. Ekk­ert á að byggja á Keldna­land­inu næstu tíu árin þrátt fyr­ir að þar sé gríðarlega mikið og hag­stætt bygg­ing­ar­land inn­an borg­ar­inn­ar. Þá er hætt við íbúðir í Úlfarsár­dal, eng­in íbúð leyfð í Örfiris­ey eða í Laug­ar­nesi þrátt fyr­ir góða staðsetn­ingu. Í staðinn fyr­ir þessa góðu og hag­stæðu kosti er ein­blínt á at­vinnusvæði sem eiga að víkja.

Á síðari hluta skipu­lags­tím­ans ger­ir borg­in bein­lín­is ráð fyr­ir því að unnt sé að byggja þar sem flug­völl­ur­inn er. Það sjá all­ir að hafi verið lík­ur á því að nýr flug­völl­ur yrði byggður í Hvassa­hrauni á næstu árum hafa þær horfið með kór­ónukrepp­unni. Að ekki sé minnst á jarðhrær­inga­hrinu á Reykja­nesi. Hús­næðisáætl­un borg­ar­inn­ar er byggð á því að at­vinnu­fyr­ir­tæki flytji burt og að nýr flug­völl­ur sé full­byggður í Hvassa­hrauni. Ekki er of­sög­um sagt að segja þessa áætlana­gerð lýsa mik­illi „bjart­sýni“. Betra er að byggja á hag­kvæm­um og traust­um bygg­ing­ar­svæðum. Ekki á sandi.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 27. nóvember 2020.