Atvinnulífið og loftslagið

Í öðrum þætti Loftslagsráða er fjallað um atvinnulífið og loftslagsmálin. Viðmælendur eru Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og Davíð Þorláksson forstöðumaður hjá Samtökum atvinnulífsins. Stjórnandi þáttarins er Guðfinnur Sigurvinsson. Hlusta má á þáttinn hér.

Loftslagsráð er umræðuþáttur á vegum Loftslagsráðs Sjálfstæðisflokksins. Í þáttunum eru loftslagsmálin krufin til mergjar með viðtölum við sérfræðinga sem og áhugamenn um málefnið. Markmiðið er að draga fram þær lausnir sem geta komið að notum í baráttunni við loftslagsvandann.Við hugsum í lausnum, Sjálfstæðisflokkurinn tekur þátt í þessari umræðu og er hluti af lausninni.  Vertu með okkur, það skiptir máli!