„Varðandi fjölbreytni atvinnulífsins er rétt að halda því til haga að við höfum verið að stórauka framlög í rannsóknir og þróun, eflt samkeppnissjóði og grunnrannsóknir. Engin ríkisstjórn hefur lagt jafn mikla áherslu á þetta og sú sem nú situr,“ sagi Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra, á facebook-síðu sinni áðan – sjá hér.
Þar er hann að svara ummælum Þórunnar Sveinbjarnardóttur, formanns Bandalags háskólamana, um að aðgerðir þær sem ríkisstjórnin kynnti í síðustu viku séu m.a. ekki nægilega skýrar og vel afmarkaðar. Við ummæli Þórunnar gerir Bjarni athugasemdir.
„Í fyrsta lagi höfum við alls ekki fjársvelt opinbera þjónustu. Hún hefur vaxið örum skrefum, hvort tveggja laun og rekstrarfé hefur hækkað verulega. Augljóst má vera að sá vöxtur getur ekki haldið áfram af sama hraða,“ segir Bjarni og einnig: „Við höfum byggt upp öflugt heilbrigðis- og menntakerfi og traust velferðarnet. Þetta er afar mikilvægur þáttur í þeim góðu lísfkjörum sem við búum við.“
Sagði Bjarni að í stað þess að leggja alla áherslu á að nú sér rétti ttíminn til að átta sig á mikilvægi eþssa og bæta enn frekar í þyrfti að átta sig á mikilvægi verðmætasköpunar í einkageiranum.
„Meginþorri þeirra starfa sem hafa tapast eru í einkageiranum. Þegar þessi störf töpuðust myndaðist skyndilega tæplega 300 milljarða halli á rekstri ríkisins. Að óbreyttu vantar því verulega uppá að við höfum efni á að halda úti þeirri opinberu þjónustu sem við höfum byggt upp.
Hlýtur verkefnið því ekki að vera að endurheimta störf í einkageiranum og þar með þá verðmætasköpun sem við höfum tapað niður? Samhliða því að verja opinberu þjónustuna. Opinber þjónusta er ekki í kreppu. Hún hefur vaxið og er varin við núverandi aðstæður,“ sagði Bjarni í færslu sinni.
Þá sagði hann að nú væri rétti tíminn til að átta sig á því að að án viðsnúnings í einkagauranum muni koma í ljós að við lifum um efni fram. Kraftmikið og fjölbreytt atvinnulíf sé forsenda velferðarinnar.