Kínversk afskipti af uppbyggingu 5G kerfisins varhugaverð

Í nýjasta hlaðvarpsþættinum Stjórnmálin með Bryndísi ræddi Bryndís Haraldsdóttir við Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra um Norðurslóðamál og tækifæri í norrænu samstarfi á sviði öryggismála. Þáttinn má nálgast hér.

Þau ræddu einnig um umhverfismál og tækifæri Norðurlandanna til að vera leiðandi í orkuskiptum með því að selja og flytja út þekkingu á sviði sjálfbærrar orku.

Stórveldin og áhrif Kína á þróun norðurslóða barst einnig í tal, en Björn varar mjög við því að Kínverjar nái að marka sér sess á þessum slóðum og að Norðurlöndin þurfu að marka sér sameiginlega afstöðu til kínverskra umsvifa á norðurslóðum

Einnig voru netöryggismál okkar Íslendinga rædd en þau eru ekki í nægilega góðum horfum og það kemur fram í skýrslu Björns Bjarnasonar sem hann vann fyrir Norðurlöndin um hvernig megi þróa samstarf Norðurlandanna á sviði utanríkis- og öryggismála enn frekar.

Björn segir kínversk afskipti af innviðum eins og uppbyggingu 5G kerfisins vera mjög varhugaverð og að hin Norðurlöndin hafi nú þegar útilokað Huwai í uppbyggingu 5G kerfisins og því ljóst að Ísland þurfi að gera hið sama. Mikilvægt sé að átta sig á því hvað hangi á spýtunni hjá Kínverjum og það sé hrein ógn við þjóðaröryggi að leyfa uppbyggingu á Huwai á 5G kerfinu. Ef við ekki útilokum Huwai missum við traust hjá öðrum. Mikilvægt sé að þétta raðir hinnar vestrænu samvinnu gagnvart ágangi Kínverja á Norðurslóðum.