Ræddu flugöryggismál Reykjavíkurflugvallar

Í nýjasta hlaðvarpsþættinum Næstu skref með Njáli Trausta Friðbertssyni alþingismanni voru öryggismál og flugöryggismál á Reykjavíkurflugvelli rædd í stóra samhenginu.

Gestir þáttarins voru þeir Ingvar Tryggvason, formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna og flugstjóri hjá Icelandair og Dr. Þorgeir Pálsson fyrrverandi flugmálastjóri og prófessor emerítus við Háskólann í Reykjavík.