Ráðherrar svara spurningum í beinni

Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins munu á næstu vikum sitja fyrir svörum í beinum vefstreymum á Facebook-síðu flokksins.

Þar munu þeir svara spurningum frá áhorfendum. Hægt er að senda spurningar til ráðherranna fyrir fundinn í gegnum skilaboð á Facebook-síðu Sjálfstæðisflokksins eða á meðan á útsendingu stendur með því að skilja eftir athugasemd við streymið.

Fyrsta streymið fór fram í hádeginu í gær þegar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra, svaraði spurningum frá áhorfendum í beinni útsendingu – upptöku af fundinum má sjá hér.

Næsti fundur er á dagskrá fimmtudaginn 26. nóvember nk. og verður auglýstur sérstaklega. Þar mun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sitja fyrir svörum.

Dagskrá vefstreyma:

  1. nóvember – Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
  2. desember – Kristján Þór Júlíusson
  3. desember – Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir
  4. desember – Guðlaugur Þór Þórðarson

 

Stefnt er að því að allir fundirnir fari fram í hádeginu.