Ráðgjafatorg vegna kórónuveiru

Marta Guðjónsdóttir, Örn Þórðarson og Egill Þór Jónsson borgarfulltrúar:

Far­ald­ur kór­ónu­veirunn­ar snýst ekki um það eitt að ógna lífi og heilsu fólks. Hann hef­ur lamað heilu starfs­grein­arn­ar, hægt á flest­um hjól­um at­vinnu­lífs­ins, skert mik­il­væga op­in­bera þjón­ustu, ekki síst á sviði heil­brigðis- og mennta­mála, og aukið mjög at­vinnu­leysi á skömm­um tíma. At­vinnu­leysið nú er meira en þegar mest var eft­ir banka­hrunið.

Hag­fræðihug­tök og mann­lífið

Við skul­um ætíð hafa það hug­fast að slík fé­lags­leg og hag­fræðileg óár­an bitn­ar að lok­um á ein­stak­ling­um og fjöl­skyld­um, ekki síst sem fé­lags-, fjár­mála- og heilsu­fars­leg­ur vandi. Þó svo að bjart­sýn­ustu spár gangi eft­ir um þróun og dreif­ingu bólu­efn­is og rén­un far­ald­urs­ins, er það engu að síður sam­dóma álit flestra sér­fræðinga sem reynt hafa að spá í spil­in, hér á landi og víðar, að við eig­um enn eft­ir að sjá þess­ar til­teknu af­leiðing­ar af far­aldr­in­um aukast og að ekki séu lík­ur á eðli­legu lífi fyrr en næsta vet­ur. Enn sér ekki fyr­ir end­ann á því hversu djúp og var­an­leg strik far­ald­ur­inn hef­ur sett í sam­fé­lög okk­ar og líf ein­stak­ling­anna.

Til­lag­an er hluti af aðgerðum til viðspyrnu vegna heims­far­ald­urs

Vegna vax­andi at­vinnu­leys­is, fjár­hags­vanda, far­sótt­arþreytu, fé­lags­legr­ar ein­angr­un­ar og al­menns kvíða hef­ur þörf á al­mennri, margþættri ráðgjöf, sál­gæslu og marg­vís­leg­um stuðningi við fjöl­skyld­ur og ein­stak­linga auk­ist gíf­ur­lega á síðustu mánuðum. Við stönd­um því frammi fyr­ir meiri þörf á þessu sviði en við höf­um gert um langt ára­bil.

Í dag munu borg­ar­full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins leggja til á borg­ar­stjórn­ar­fundi að komið verði upp tíma­bundnu ráðgjafa­torgi á veg­um vel­ferðarsviðs til að þjón­usta borg­ar­búa með fjar­tækni. Þannig verði þjón­ust­an aðgengi­legri, skjót­virk­ari og hag­kvæm­ari, Slíkt verklag hef­ur mjög verið í deigl­unni að und­an­förnu, t.d. til­raun­ir með fjar­heil­brigðisþjón­ustu fyr­ir lands­byggðina. Það fyr­ir­komu­lag ætti að draga úr álagi á þjón­ustumiðstöðvar borg­ar­inn­ar og auðvelda aðgengi borg­ar­búa að þjón­ust­unni. Mik­il­vægt er að Reykja­vík­ur­borg nýti ný­sköp­un og tækni í aukn­um mæli til að þróa þjón­ustu við borg­ar­búa í takt við breytt­ar aðstæður í sam­fé­lag­inu. Til­lag­an er hluti af aðgerðum, sem borg­ar­full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins leggja fram, til viðspyrnu vegna heims­far­ald­urs Covid-19

Sam­starf við há­skóla­stúd­enta

Við leggj­um til að vel­ferðarsvið hafi frum­kvæði að því að manna ráðgjöf­ina með sam­starfi við há­skól­ana. Fé­lög há­skóla­stúd­enta yrðu virkjuð í því skyni. Há­skóla­nem­ar á sín­um sér­sviðum yrðu tíma­bundið fengn­ir til að sinna hinni ýmsu ráðgjöf und­ir hand­leiðslu sér­fræðinga, s.s. á sviði fjár­mála, lög­fræði, fé­lags- og sál­fræði. Hliðstæðu úrræði var komið á í efna­hags­hrun­inu þar sem laga­nem­ar við Há­skóla Íslands voru fengn­ir til að sinna lög­fræðiráðgjöf við borg­ar­búa í sam­starfi við Reykja­vík­ur­borg. Við leggj­um til að sú já­kvæða reynsla verði nýtt og út­víkkuð, en há­skóla­nem­ar á efri stig­um fengju þannig dýr­mæta reynslu á sín­um sviðum.

Á sama tíma og álita- og úr­lausn­ar­mál eiga eft­ir að hrann­ast upp á næstu mánuðum get­ur Reykja­vík­ur­borg gengið fram fyr­ir skjöldu í þess­um efn­um og veitt mik­il­væga þjón­ustu með skjót­um og hag­kvæm­um hætti. Oft var þörf en nú er nauðsyn.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 17. nóvember 2020.