Bjarni svarar spurningum í hádeginu á morgun

Miðvikudaginn 18. nóvember kl. 11:45 svarar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra, spurningum frá áhorfendum í beinu vefstreymi á Facebook-síðu Sjálfstæðisflokksins.

Hægt er að senda spurningu til Bjarna fyrir fundinn í gegnum skilaboð á Facebook-síðu Sjálfstæðisflokksins eða á meðan á útsendingu stendur með því að skilja eftir athugasemd við streymið.

Hægt er að komast beint inn á viðburðinn á meðan útsendingu stendur með því að smella hér.