Óli Björn

Á bjargbrún hins lögmæta

Óli Björn Kárason formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis:

Því er haldið fram að á tím­um neyðarástands sé stjórn­völd­um heim­ilt að grípa til þeirra aðgerða sem tald­ar eru nauðsyn­leg­ar. Ekki aðeins að þeim sé heim­ilt held­ur beri þeim skylda til að grípa inn í dag­legt líf al­menn­ings til að verja líf og heilsu. Í varn­ar­bar­áttu gegn hættu­leg­um vá­gesti sé stjórn­völd­um frjálst að leggja ákvæði stjórn­skip­un­ar­laga til hliðar og sniðganga hefðbundið ferli lög­gjaf­ar sem er sögð of hæg­virk og óskil­virk.

Ég get ekki annað en hafnað þess­um sjón­ar­miðum. Þar er ég ekki einn. Um hitt verður ekki deilt að stjórn­völd bera skyld­ur til að bregðast við þegar sam­fé­lag­inu er ógnað. Til lengri tíma litið skipt­ir meira máli að farið sé að meg­in­regl­um rétt­ar­rík­is­ins og stjórn­ar­skrár en hvernig glímt er við aðsteðjandi hættu. Á þetta benti Sumpti­on lá­v­arður (Jon­ath­an Phil­ip Chadwick Sumpti­on), fyrr­ver­andi dóm­ari við hæsta­rétt Bret­lands, í fyr­ir­lestri við Cambridge-há­skóla í síðustu viku. Í frjálsu landi sé sér­stak­lega mik­il­vægt að stjórn­völd á hverj­um tíma virði grunn­rétt­indi borg­ar­anna og starfi inn­an þeirra vald­marka sem þeim eru mörkuð.

For­dæmi fyr­ir framtíðina

Sótt­varna­lög veita ís­lensk­um stjórn­völd­um ákveðna heim­ild til að grípa til aðgerða. Í upp­hafi covid-far­ald­urs­ins var þeim heim­ild­um beitt. Al­menn­ur og víðtæk­ur stuðning­ur var við sótt­varnaaðgerðir í upp­hafi enda stóðu von­ir til að þær væru tíma­bundn­ar. Þróun far­ald­urs­ins hef­ur hins veg­ar orðið með öðrum og verri hætti. Von­ir sem vöknuðu í sum­ar rætt­ust ekki. Á síðustu vik­um hafa heil­brigðis­yf­ir­völd talið sig knú­in til að herða aðgerðir og skerða at­hafna- og fé­laga­frelsi borg­ar­anna. Tíu mánuðir eru frá því að óvissu­stigi var lýst yfir vegna kór­ónu­veirunn­ar hér á landi. Fyr­ir tæp­um átta mánuðum voru fyrst sett­ar tak­mark­an­ir á sam­kom­ur, fram­halds- og há­skól­um var lokað og rekst­ur leik- og grunn­skóla tak­markaður.

Um það er deilt hversu víðtæk­ar heim­ild­ir sótt­varna­lög veiti heil­brigðis­yf­ir­völd­um til að skerða borg­ara­leg rétt­indi þegar bar­ist er við vá­gest sem ógn­ar lífi og heilsu. Og jafn­vel þótt þær heim­ild­ir séu tald­ar rúm­ar geta þær ekki gefið stjórn­völd­um full­komið vald til að gera það sem þau vilja – hefta frelsi fólks. Eft­ir því sem tím­inn líður og þekk­ing á eðli hættu­legr­ar veiru eykst verða mögu­leik­ar stjórn­valda til að ganga á borg­ara­leg rétt­indi ein­stak­linga með til­vís­un í sótt­varna­lög enn þrengri. Og ekki má gleyma hvaða for­dæmi verið er að setja fyr­ir framtíðina.

Frelsi fólks og stjórn­ar­skrár­var­in mann­rétt­indi má ekki skerða nema ýtr­ustu nauðsyn beri til. End­ur­mat á sótt­varna­lög­um er því brýnt. En það blas­ir einnig við að nauðsyn­legt er að fram fari yf­ir­vegað og ná­kvæmt áhættumat, ásamt kostnaðar- og ábata­grein­ingu vegna aðgerða og ákv­arðana stjórn­valda á hverj­um tíma. Upp­lýs­ing­ar um áhrif sótt­varnaaðgerða á aðra starf­semi heil­brigðis­kerf­is­ins, og þar með á líf og heilsu lands­manna, verða að liggja fyr­ir. Innra sam­ræmi í regl­um verður að tryggja. Heil­brigðis­yf­ir­völd­um ber skylda til að fara fram í öll­um sín­um aðgerðum þannig að meðal­hófs sé gætt.

Í grein hér í Morg­un­blaðinu 2. sept­em­ber síðastliðinn skrifaði ég meðal ann­ars:

„Rauði þráður­inn í hug­mynda­bar­áttu okk­ar hægrimanna er mann­helgi ein­stak­lings­ins. Við lít­um svo á að and­legt og efna­hags­legt frelsi sé frumrétt­ur hvers og eins. Virðing fyr­ir frumrétt­in­um trygg­ir bet­ur en nokkuð annað vel­sæld sam­fé­laga. Þegar stjórn­völd telja nauðsyn­legt að ganga á þenn­an frumrétt, þó ekki sé nema í tak­markaðan tíma í nafni al­manna­heilla, er nauðsyn­legt að byggt sé á skýr­um laga­leg­um grunni. Al­menn­ing­ur verður að skilja rök­in sem liggja þar að baki og fá skýr­ar upp­lýs­ing­ar um hvenær og und­ir hvaða skil­yrðum höml­um verður aflétt. Ann­ars missa stjórn­völd trú­verðug­leika, samstaða sam­fé­lags­ins brest­ur og aðgerðir til varn­ar al­menn­ingi snú­ast upp í and­hverfu sína.“

Öryggi ótt­ans

Öll þráum við ör­yggi. Flest setj­um við traust okk­ar á stjórn­völd. Við lít­um svo á að grunn­skylda rík­is­valds­ins sé að vernda borg­ar­ana gegn ut­anaðkom­andi ógn­un­um, jafnt og ógn­un­um inn­an­lands, tryggja eign­ar­rétt­inn og frelsi til orðs og æðis. Í umboði okk­ar og í krafti þing­ræðis set­ur rík­is­valdið al­menn­ar leik­regl­ur og ber ábyrgð á að þeim sé fram­fylgt.

Hætt­an er hins veg­ar sú að ótt­inn geri okk­ur sljó í varðstöðunni fyr­ir borg­ara­leg­um rétt­ind­um – að við af­hend­um frelsið af fús­um og frjáls­um vilja – sætt­um okk­ur við að mik­il­væg borg­ara­leg rétt­indi séu lögð til hliðar.

Í fyrr­nefnd­um fyr­ir­lestri bend­ir Sumpti­on lá­v­arður á að ótt­inn sé og hafi verið öfl­ug­asta verk­færi þeirra sem virða frelsi borg­ar­anna lít­ils. For­ræðis­hyggj­an nær­ist á ótta. Í skugga ótt­ans sé þess kraf­ist að stjórn­völd grípi til aðgerða, sem sum­ar geta verið gagn­leg­ar en aðrar skaðleg­ar í viðleitni allra að verja líf og heilsu. Í þess­um efn­um sé ekki aðeins við stjórn­völd að sak­ast held­ur ekki síður okk­ur sjálf. Frelsið verður fórn­ar­lamb ótt­ans og umb­urðarlyndi gagn­vart ólík­um skoðunum hverf­ur.

Ég hef haft efa­semd­ir um að heil­brigðis­yf­ir­völd geti sótt rök­stuðning í sótt­varna­lög fyr­ir öll­um sín­um aðgerðum – óháð því hversu skyn­sam­leg­ar þær kunna að vera. Í besta falli eru yf­ir­völd kom­in á bjarg­brún hins lög­mæta. Borg­ara­leg rétt­indi, sem eru var­in í stjórn­ar­skrá, verða ekki af­num­in tíma­bundið (og eng­inn veit hvað sá tími er lang­ur) með reglu­gerðum og án nokk­urs at­beina lög­gjaf­ans eða und­ir ströngu eft­ir­liti hans. En jafn­vel Alþingi hef­ur verið lamað með sótt­varnaaðgerðum, sem dreg­ur úr mögu­leik­um þess að veita stjórn­völd­um aðhald, spyrja spurn­inga og, ef þörf er á; setja heil­brigðis­yf­ir­völd­um stól­inn fyr­ir dyrn­ar. Og þannig moln­ar und­an þing­ræðinu og rík­is­stjórn reglu­gerða og til­skip­ana verður til. Slíkt get­ur aldrei orðið með samþykki Sjálf­stæðis­flokks­ins.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 4. nóvember 2020.