Kynferðisleg friðhelgi á stafrænum tímum

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra:

Sta­f­ræn tækni hef­ur um­bylt sam­skipt­um mann­kyns­ins, bæði að efni og formi. Þetta fel­ur í sér gríðarleg tæki­færi til fram­fara, en einnig mögu­leika til þess að festa í sessi skaðlega hegðun og hátt­semi sem birt­ist með nýj­um hætti. Dæmi um þetta er þegar sta­f­ræn tækni er nýtt til þess að brjóta gegn kyn­ferðis­legri friðhelgi ein­stak­linga. Þetta hef­ur verið kallað hefnd­arklám, hrelliklám eða sta­f­rænt kyn­ferðisof­beldi.

Rík­is­stjórn­in legg­ur áherslu á bar­áttu gegn ýms­um birt­ing­ar­mynd­um kyn­ferðis­legs of­beld­is. Kyn­ferðisof­beldi í gegn­um sta­f­ræna tækni er ekki und­an­skilið, enda al­gengt notk­un­ar­form þess að brjóta á ein­stak­ling­um, sér­stak­lega kven­fólki. Nú­ver­andi lög­gjöf veit­ir aðeins brota­kennda rétt­ar­vernd þegar kem­ur að kyn­ferðis­brot­um sem fram­in eru með sta­f­ræn­um hætti og það or­sak­ar meðal ann­ars ósam­ræmi í dóma­fram­kvæmd.

Ég mun leggja fram laga­frum­varp á næstu vik­um sem fel­ur í sér aukna vernd þeirra sem verða fyr­ir eða er hótað of­beldi af þess­um hætti. Um er að ræða breyt­ing­ar á hegn­ing­ar­lög­um sem fela í sér sér­stakt ákvæði sem fjall­ar um brot gegn kyn­ferðis­legri friðhelgi ein­stak­linga. Eng­in ein­hlít skil­grein­ing ligg­ur fyr­ir um hug­takið en með því er vísað til hátt­semi sem felst í því að nýta sta­f­ræn sam­skipti til þess að búa til, dreifa eða birta kyn­ferðis­legt mynd­efni af öðrum í heim­ild­ar­leysi. Þá verður einnig gert refsi­vert að hóta notk­un á þess kon­ar efni sem og að falsa slíkt efni.

Það er mik­il­vægt að stjórn­völd láti sig þetta mál varða og bregðist við með þeim hætti að hægt sé að veita vernd og ör­yggi. Of­beldi fel­ur ekki bara í sér lík­am­leg­ar bar­smíðar. Þeir sem beita því of­beldi sem hefnd­arklám fel­ur í sér vita að þeir eru að brjóta á viðkom­andi með gróf­um hætti, leggja sál­ar­líf viðkom­andi í rúst og gera fórn­ar­lömb­in óör­ugg og hrædd og þannig mætti áfram telja. Kyn­ferðisof­beldi, hvort sem það er framið með sta­f­rænni tækni eður ei, er ekki aðeins vandi á Íslandi held­ur verk­efni sem öll ríki heims þurfa að berj­ast gegn. All­ir eiga rétt á friðhelgi, það á einnig við um kyn­ferðis­lega friðhelgi.

Það er mik­il­vægt að styrkja rétt­ar­vernd ein­stak­linga með hliðsjón af þeim sam­fé­lags­legu breyt­ing­um sem hafa orðið með auk­inni tækni­væðingu og þróun í viðhorf­um til kyn­ferðis­brota á Íslandi.

Um leið og við nýt­um vel þá mögu­leika sem hin sta­f­ræna bylt­ing býður upp á fyr­ir Ísland þurf­um við að vera vak­andi fyr­ir því að lög­in séu upp­færð í takt við tækni­framþróun, rétt eins og stýri­kerf­in í tölv­un­um. Viðhorfið um að send­ing nekt­ar­mynda feli sjálf­krafa í sér samþykki fyr­ir op­in­berri dreif­ingu efn­is­ins er jafn úr­elt og viðhorfið um að kon­ur sem birta af sér kven­leg­ar sjálfs­mynd­ir séu að kalla yfir sig kyn­ferðis­lega áreitni.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 2. nóvember 2020.