Ræddu Reykjavíkurflugvöll í nýju hlaðvarpi Njáls Trausta

Njáll Trausti Friðbertsson alþingismaður hóf að senda út hlaðvarpið Næstu skref í beinni útsendingu á Facebook síðastliðinn sunnudag, en ætlunin er að senda út þætti vikulega.

Gestir Njáls Trausta í þessum fyrsta þætti voru Matthías Sveinbjörnsson, forseti Flugmálafélagsins og Friðrik Pálsson, hótelhaldari á Hótel Rangá, forsvarsmenn Hjartans í Vatnsmýri. Í þættinum ræddu þeir m.a. um Reykjavíkurflugvöll, innanlandsflug og orkuskipti í flugi.

Í Næstu skrefum er horft til framtíðar. Umræða um allt milli himins og jarðar, verkefnin fram undan og hvar tækifærin liggja. Þættirnir eru sendir út í beinni útsendingu á Facebook-síðu Njáls Trausta og svo gerðir aðgengilegir hér á síðunni, á YouTube og á helstu hlaðvarpsveitum.

Þættir Njáls Trausta verða aðgengilegir hér. Hægt er að hlusta á nýjasta þáttinn hér fyrir neðan.