Þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi með opinn netfund

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjödæmi, Páll Magnússon, Ásmundur Friðriksson og Vilhjálmur Árnason verða með netfund um málefni kjördæmisins föstudaginn 30. október kl. 12:40.
Fundurinn er einn af mörgum hjá þingmönnunum á kjördæmadögum sem nú fara fram.
Öllum verður gefinn kostur á að spyrja spurninga og taka þátt í umræðum á meðan á fundi stendur.
Fundurinn verður sendur út í gegnum facebook-síðu Vilhjálms Árnasonar – sjá hér.