Verkalýðsarmurinn hefur göngu sína á hlaðvarpinu

Verkalýðsarmurinn er ný þáttaröð á Hægri hliðinni, hlaðvarpi Sjálfstæðisflokksins sem fjallar um stjórnmál frá sjónarhóli Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.

Þáttastjórnandi er Jón Ragnar Ríkharðsson formaður Verkalýðsráðs og mun hann fá til sín góða gesti víða að úr samfélaginu til að ræða þau mikilvægu mál sem í deiglunni eru hverju sinni.

Í fyrsta þættinum ræðir Jón Ragnar við Birgi Ármannsson formann þingflokks Sjálfstæðisflokksins og í öðrum þætti við Brynjar Níelsson þingmann Sjálfstæðisflokksins.

Báðir þættir eru nú aðgengilegir á vefsvæði þáttarins hér og eins hér fyrir neðan.