Óska eftir skýrslu um aðgengi hreyfihamlaðra

Vilhjálmur Árnason alþingismaður Sjálfstæðisflokksins hefur ásamt 21 þingmanni úr öllum flokkum á Alþingi lagt fram beiðni um skýrslu frá félags- og barnamálaráðherra um aðgengi hreyfihamlaðra að mannvirkjum.

Aðrir skýrslubeiðendur Sjálfstæðisflokksins eru Ásmundur Friðriksson, Óli Björn Kárason og Njáll Trausti Friðbertsson.

Þess er óskað að félags- og barnamálaráðherra flytji Alþingi skýrslu um aðgengismál hreyfihamlaðra. Í skýrslunni verði fjallað um eftirfarandi:
a.      Hvaða lög og reglur gilda um aðgengi hreyfihamlaðra að mannvirkjum?
b.      Gilda sérstakar reglur um aðgengi hreyfihamlaðra að opinberum byggingum?
c.      Á hvaða grundvelli er heimilt að veita undanþágur á kröfum um aðgengi fyrir hreyfihamlaða í nýbyggingum?
d.      Í hversu mörgum tilfellum hafa byggingarfulltrúar landsins veitt eigendum fasteigna frest til að setja upp lyftu á grundvelli stöðuúttekta á undanförnum 10 árum?
e.      Hvernig er eftirliti Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar háttað gagnvart byggingarfulltrúum?
f.      Hvernig er eftirfylgni Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar á niðurstöðu athugunar gagnvart byggingarfulltrúum háttað?
g.      Hvaða starfsleyfi eru tengd skyldunni til að tryggja fullnægjandi aðgengi hreyfihamlaðra að mannvirkjum?

Hér má sjá ræðu Vilhjálms Árnasonar þegar skýrslubeiðnin var lögð fram.
Hér má sjá skýrslubeiðnina í heild sinni ásamt greinargerð.