Frjálst framtak og smákapítalistar

Vilhjálmur Bjarnason varaþingmaður:

Sá er þetta rit­ar hef­ur fylgst með at­vinnu­lífi í sem næst 60 ár. Ein­hverj­um kann að þykja það mörg ár miðað við ald­ur. Svo bar til þá er ég var 9 ára gam­all að ég var send­ur í sveit í bæ. Þar voru him­inn og fjöll öðru­vísi en í Reykja­vík. Frjálst fram­tak, sem ég sá í Reykja­vík, var reyk­hús í Klömbrum á Klambra­túni og síðar kart­öflu­rækt í Kringlu­mýri, þar sem nú er Kringl­an.

Nýr him­inn og ný fjöll

Hinn nýi him­inn og nýju fjöll voru aust­ur á Djúpa­vogi við Beru­fjörð. At­vinnu­líf byggðist á sjáv­ar­út­vegi. Þar var Kaup­fé­lag með frysti­hús og tvo báta, og fjór­ir bát­ar hjá frjálsu fram­taki skip­stjóra og fjöl­skyld­um þeirra. Svo voru nokkr­ir, sem gerðu út vöru­bíla. Sum­ar­dval­irn­ar urðu þrjár og á síðasta sumr­inu var söltuð síld, og reynd­ar sú fjórða á bæ á Beru­fjarðar­strönd.

Ári áður hafði ég saltað síld und­ir enn öðrum himni við önn­ur fjöll í Nes­kaupstað. Það var launuð vinna á Mánaplan­inu og þar fékk ég greidd­ar 39 krón­ur fyr­ir eina tunnu saltaða. Sölt­un­ar­stöðin Máni var frjálst fram­tak í návist Síld­ar­vinnsl­unn­ar, sem ekki hafði byrjað sína stór­út­gerð.

Dag­inn eft­ir ferm­ingu mína, tveim­ur dög­um fyr­ir fjór­tán ára af­mæl­is­dag­inn, hóf ég launaða vinnu hjá menn­ing­ar­fé­lagi hins frjálsa fram­taks, Al­menna bóka­fé­lag­inu. Ég hef verið í launuðu starfi hjá smákapítal­ist­um og rík­is­stofn­un­um í full 55 ár.

Hverj­ir eru smákapítal­ist­ar?

Senni­lega er ekk­ert hug­tak jafn út­jaskað og af­flutt og kapí­tal­ismi, eða auðhyggja, ef reynt er að færa hug­takið á ís­lensku. Í bók eft­ir þýska fræðimann­inn Max We­ber fjall­ar hann um „Auðhyggju og siðfræði mót­mæl­enda“. Meg­in­boðskap­ur Max We­ber fjallaði um iðju­semi og spar­semi mót­mæl­enda, sér­stak­lega kal­vín­ista. Með gild­um rök­um má heim­færa rök Max We­ber um auðhyggju, iðju­semi og spar­semi til viðhorfa sósí­al­ista í Nes­kaupstað, sem stofnuðu og ráku Síld­ar­vinnsl­una. Það má einnig heim­færa rök Max We­ber til viðhorfa sr. Friðriks Friðriks­son­ar í starf­semi KFUM&K.

Iðju­semi og spar­semi er for­senda auðhyggju og frjáls sparnaðar. Mammon kem­ur fyrst við sögu í græðgi og und­ir­ferli. Þá er fjand­inn laus.

Viðhorf auðhyggu­manna

Viðhorf at­vinnu­rek­enda á Akra­nesi og í Bol­ung­ar­vík voru svipuð og viðhorf sósí­al­ista í Nes­kaupstað. Það mátti eng­in vinnu­fús hönd vera án at­vinnu. Á öll­um þess­um stöðum, hvort held­ur Akra­nesi og Bol­ung­ar­vík þar sem ein­stak­ling­ar höfðu for­ystu í at­vinnu­lífi, eða á Djúpa­vogi þar sem sam­vinnu­hreyf­ing­in hafði for­ystu í at­vinnu­lífi, eða í Nes­kaupstað þar sem sósí­al­ist­ar höfðu for­ystu í at­vinnu­lífi, all­ir virðast und­ir áhrif­um Max We­ber, vit­andi eða óaf­vit­andi. Á öll­um þess­um stöðum voru ein­yrkj­ar og smá­at­vinnu­rek­end­ur með at­vinnu­rekst­ur, sem sinntu nauðsyn­legri starf­semi fyr­ir sam­fé­lagið.

Reynsl­an frá Vest­manna­eyj­um

Um­fangs­mest reynsla mín af at­vinnu­lífi er í starfi mínu í Útvegs­bank­an­um í Vest­manna­eyj­um. Vega­nesti mitt til þess starfa frá banka­stjór­an­um í Reykja­vík, að því er ég taldi sósí­al­ista; var „ekki rífa kjaft við kall­ana í Vest­manna­eyj­um því þar eru þeir mikl­ir menn“.

Í Vest­manna­eyj­um voru þrjú stór frysti­hús, átta loðnu­bát­ar og fjór­ir tog­ar­ar, sem fjölgaði í sjö, og fjöldi minni báta. Eig­end­ur nokk­urra loðnu­báta og minni bát­anna voru skip­stjór­ar, smá­at­vinnu­rek­end­ur, sem létu sér annt um sinn at­vinnu­rekst­ur og ekki síður sinn mann­skap, og rétt eins og sr. Friðrik, höfðu um­hyggju fyr­ir sínu fólki.

Auk út­gerðarmanna var fjöldi smá­at­vinnu­rek­enda, sem ráku margs kon­ar þjón­ust­u­starf­semi, til að veita bæj­ar­bú­um og at­vinnu­lífi þjón­ustu. Mér hef­ur alltaf verið mjög hlýtt til þeirr­ar þjón­ustu, sem neta­gerðir veita út­gerðarfyr­ir­tækj­um. Eng­inn veiðir fisk án veiðarfæra.

Breyt­ing­ar í kjöl­far breyttr­ar fisk­veiðistjórn­un­ar

Þegar stjórn­völd töldu rétt og eðli­legt að tak­marka sókn í fiski­stofna, var afla­hlut­deild út­hlutað til bráðabirgða á grund­velli veiðireynslu. Sú út­hlut­un á afla­heim­ild­um átti aldrei að verða var­an­leg eða grund­völl­ur eign­ar­heim­ild­ar. Samþjöpp­un er aldrei hægt að rétt­læta með hag­kvæmni einni sam­an. Það kann að draga úr hag­kvæmni með eðli­legri gjald­töku. Þá fær­ist arður af auðlind til sam­fé­lags­ins. Það er vissu­lega arður til sam­fé­lags­ins að ekki þarf að fella gengi vegna afla­brests eða verðfalls.

Það er al­veg ljóst að lög­gjaf­inn hef­ur all­ar heim­ild­ir til að end­urút­hluta eða taka leigu af afla­heim­ild­um á grund­velli lög­gjaf­ar. Til þess þarf ekki heim­ild í stjórn­ar­skrár.

Samþjöpp­un og fækk­un smákapítal­ista

Á þeim 35 árum, sem liðin eru frá út­hlut­un afla­heim­ilda, hef­ur ein stétt horfið. Það eru smákapítal­ist­arn­ir, nema ef til vill trillu­karl­arn­ir, sem stunda strand­veiðar. Að því var aldrei stefnt. Hvergi er hið frjálsa fram­tak eins aug­ljóst og í eðli og inn­ræti trillu­karls­ins. Enda sagði einn sam­herji ís­lenskra trillu­karla, sem jafn­framt var bóndi en dæmd­ur og húðstrýkt­ur fyr­ir snær­isþjófnað, Jón Hreggviðsson bóndi á Rein, „mér er sama­hvort ég er sek­ur eða sak­laus, ég vil aðeins hafa bát­inn minn í friði“. Með bátn­um og snær­inu öðlaðist Jón Hreggviðsson sjálf­stæði til að verða mik­ill maður.

Mun það skaða ís­lenska fiski­stofna ef trillukörl­um er heim­ilt að stunda veiðar um­hverf­is Ísland? Vissu­lega er það fisk­ur af grunn­sævi, en það má ná orm­in­um úr hold­inu. Marg­ir há­skóla­nem­ar hafa kom­ist hjá náms­lán­um með því að vera trillu­karl­ar og trillu­kon­ur að sumri.

Á Suður­nesj­um hafa afla­heim­ild­ir flust í burtu. Með því hafa at­vinnu­hætt­ir breyst. Suður­nes er þjón­ustu­sam­fé­lag. Það er mik­ill fjöldi smákapítal­ista og ein­yrkja, sem veita flug­tengdri starf­semi ferðaþjón­ustu sína þjón­ustu.

Breyt­ing­ar í Reykja­vík

Það er í raun allra eðli­leg­asti hlut­ur að at­vinnu­hætt­ir breyt­ast. Reykja­vík hef­ur breyst úr fram­leiðslu­sam­fé­lagi í þjón­ustu­sam­fé­lag. Eitt sinn voru 25 tog­ar­ar gerðir út frá Reykja­vík. Þeir öfluðu fyr­ir fimm stór frysti­hús. Þau eru öll horf­in.

Fram­leiðniaukn­ing í fram­leiðslu­sam­fé­lagi krefst aðfanga úr þjón­ustu­sam­fé­lagi. At­vinnu­leysi hef­ur ekki auk­ist og lífs­kjör hafa ekki versnað við að reyk­hús hef­ur lokað á Klambra­túni og kart­öflu­rækt er horf­in úr Kringlu­mýri.

Hef­ur Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn gleymt trillukörl­um?

Það er álita­mál hvort Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hef­ur gleymt sínu traust­asta stuðnings­fólki. Frelsi og fram­tak í at­vinnu­mál­um er ekki aðeins fyr­ir út­valda.

En eins og skáldið sagði:

Ogmarg­ir

vinna mikið

og lengi að því

að mega loks

vera að því

að vera

(And­ræði, Sig­fús Bjart­mars­son)

Greinin birtist í Morgunblaðinu 23. október 2020.