Guðaveigar fyrir gæðinga borgarstjóra

Egill Þór Jónsson borgarfulltrúi:

Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri hef­ur út­hlutað gæðing­um inn­an borg­ar­kerf­is­ins klúbb­kort­um að „Vinnu­stofu Kjar­vals“, einka­klúbbi sem starf­rækt­ur er í glæsi­legu hús­næði við Aust­ur­völl. Fyrr á ár­inu var upp­lýst að út­svars­greiðend­ur í Reykja­vík greiða 1,6 millj­ón­ir króna fyr­ir klúbb­kort­in. Á vinnu­stof­unni er aug­lýst góð aðstaða til sam­komu­halds, létt­ar veit­ing­ar í boði og að opið sé fram yfir miðnætti um helg­ar. Mark­miðið er sagt vera „að bæta vinnuaðstöðu starfs­fólks og tryggja aðgang að fund­araðstöðu utan stjórn­sýslu­bygg­inga á hag­kvæmu verði“. Í sum­ar var sagt að um til­rauna­verk­efni væri að ræða, nú er það kallað þró­un­ar­verk­efni.

Ábyrgð og hóf­semi?

Lengi vel náðist ekki í Dag borg­ar­stjóra vegna máls­ins. Það tókst loks í síðustu viku og sagði hann þá að um­rætt verk­efni ein­kennd­ist af ábyrgð og hóf­semi og að það hefði lík­lega leitt til sparnaðar fyr­ir borg­ina. All­ir sjá þó að auðvitað spar­ast ekk­ert með því að flytja fundi úr eig­in hús­næði, sem ekki þarf að borga fyr­ir, á veit­ingastað úti í bæ.

Af hverju er það for­gangs­mál borg­ar­stjóra að tryggja völd­um borg­ar­starfs­mönn­um fund­araðstöðu hjá einka­klúbbi? Reykja­vík­ur­borg á og rek­ur um 600 bygg­ing­ar og eru fjöl­marg­ar þeirra með góðri aðstöðu fyr­ir fundi og annað sam­komu­hald.

Klúbb­kort­un­um virðist síst hafa verið dreift til þeirra borg­ar­starfs­manna sem helst þurfa að sætta sig við bága fund­araðstöðu, t.d. starfs­fólks leik­skóla. Þvert á móti virðast starfs­menn í efsta lagi stjórn­sýsl­unn­ar hafa notið þeirra, þ.e. þeir starfs­menn sem hafa vinnuaðstöðu í Ráðhús­inu og Höfðatorgi við Borg­ar­tún þar sem eng­inn skort­ur er á fund­ar­her­bergj­um.

Skilj­an­legt er að borg­ar­starfs­menn vilji stund­um leita út fyr­ir dag­leg­an vinnustað sinn til funda­halda, t.d. vegna teym­is­vinnu eða starfs­dags. En í þeim til­vik­um standa til boða af­not af ótelj­andi fund­ar­her­bergj­um Reykja­vík­ur­borg­ar sem mörg hver eru lítið nýtt. Úrvals fund­araðstaða er í öll­um stjórn­sýslu­bygg­ing­um borg­ar­inn­ar auk góðra fund­ar­sala í grunn­skól­um, menn­ing­armiðstöðvum, fé­lags­miðstöðvum, frí­stunda­miðstöðvum og borg­ar­fyr­ir­tækj­um.

Af hverju hent­ar vín­veit­ingastaður úti í bæ bet­ur til slíkra funda og viðtala en fjöl­mörg fund­ar­her­bergi borg­ar­inn­ar af öll­um stærðum og gerðum?

Henn­essy VSOP og Moscow Mule

Nú er komið svar við þess­ari spurn­ingu. Svarið er Henn­essy VSOP, Moscow Mule, Lagavul­in (16 ára) og Ch­ar­donnay. Útvald­ir yf­ir­menn og starfs­menn borg­ar­inn­ar hafa drukkið áfengi fyr­ir hundruð þúsunda króna á Vinnu­stofu Kjar­vals og eru áður­nefnd­ar vín­teg­und­ir þar á meðal. Þá var tugþúsunda króna áfeng­is­reikn­ing­ur end­ur­greidd­ur í ofboði eft­ir að Frétta­blaðið spurðist fyr­ir um málið.

Hjá Reykja­vík­ur­borg hef­ur sú regla lengi gilt við áfeng­isveit­ing­ar að ekki megi veita sterkt vín held­ur ein­ung­is létt­vín og bjór. En í Frétta­blaðinu sl. laug­ar­dag lýsti Dag­ur borg­ar­stjóri yfir velþókn­un sinni á því að vod­ka, koní­ak og 16 ára gam­alt viskí væru veitt á kostnað borg­ar­inn­ar á Vinnu­stofu Kjar­vals og sagði að um­rædd áfengis­kaup væru „til marks um ábyrgð og hóf­semi“. Áður­nefnd „létt­víns­regla“ gild­ir því greini­lega ekki leng­ur. Vænt­an­lega fá nú all­ir borg­ar­starfs­menn að njóta þess­ara guðaveiga í teym­is­vinnu sinni en ekki bara gæðing­ar borg­ar­stjóra.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 22. október 2020.