Biden þrengir að Trump

Það styttist í forsetakosningar í Bandaríkjunum, aðeins tvær vikur til stefnu, en kosið verður þann 3. nóvember næstkomandi. Friðjón Friðjónsson almannatengill er fjölfróður um bandarísk stjórnmál og hefur fylgst grannt með forsetakosningum vestra. Hann var gestur Guðfinns Sigurvinssonar í Pólitíkinni á hlaðvarpi Sjálfstæðisflokksins en hlusta má á þáttinn hér.

Án efa er allt áhugafólk um stjórnmál spennt að sjá hvernig forsetakosningarnar fara en aðrar kappræður forsetaframbjóðendanna fara fram í kvöld. Utankjörfundaratkvæði verða sennilega aldrei fleiri en einmitt í þessum forsetakosningum vegna Covid19 og spurning hvaða dilk það dregur á eftir sér, eins og þeir félagar ræddu í þættinum.

Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum mælist Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrata, með tæplega 11 prósentustiga forskot á Repúblíkanann Donald Trump, sitjandi Bandaríkjaforseta, og hefur Biden aldrei haft meira forskot en einmitt nú.