Óli Björn

Skattaleg meðferð frístundahúsa sú sama og á íbúðarhúsnæði

Nái frumvarp þingmanna Sjálfstæðisflokksins um breytingar á tekjuskattslögum fram að ganga, verður skattaleg meðferð frístundahúsa sú sama og gildir um íbúðarhúsnæði. Þá skerðir söluhagnaður ekki greiðslur almannatrygginga.

Fallið verður frá ákvæðum um stærðarmörk við skattlagningu söluhagnaðar íbúðarhúsnæðsi og frístundahúsa og einungis miðað við tíma eignarhalds, þ.e. hvort fólk hafi átt eignina í tvö ár eða skemur. Markmið frumvarpsins er að einfalda lög um tekjuskatt, skattframkvæmd og að koma til móts við eldra fólk.

Óli Björn Kárason er fyrsti flutningsmaður en að frumvarpinu standa einnig Jón Gunnarsson, Njáll Trausti Friðbertsson, Brynjar Níelsson, Haraldur Benediktsson, Vilhjálmur Árnason, Ásmundur Friðriksson og Bryndís Haraldsdóttir.

Frumvarpið í heild sinni má finna hér en mælt verður fyrir því á Alþingi í dag.