Eigum að sækja fram og smíða saman Ísland 2.0

Tryggvi Hjaltason formaður Hugverkaráðs Samtaka iðnaðarins starfar hjá greiningardeild CCP. Hann býr í Vestmannaeyjum með eiginkonu og börnum og vinnur sín störf þaðan fyrir CCP, en þau hjónin ákváðu að flytja heim á sínar heimaslóðir nýverið með börnin. Tryggvi er gestur Pólitíkurinnar í þessari viku. Þáttinn nálgast hér.

Í þættinum ræddi hann um nýsköpunarmál, mikilvægi stuðnings við tækniþróun og sprotafyrirtæki, um stefnu stjórnvalda í þessum efnum, um hlutverk Hugverkaráðs, um stöðu drengja í skólakerfinu og um að nú sé rétti tíminn til að virkja hugvitið, sækja fram og smíða saman Ísland 2.0.