Halla Sigrún um stjórnarskrármálið

Halla Sigrún Mathiesen formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna er gestur Guðfinns Sigurvinssonar í Pólitíkinni á hlaðvarpi Sjálfstæðisflokksins þar sem hún ræddi um nýjan vef sem ungliðahreyfingin hefur opnað um stjórnarskrármálið á slóðinni https://www.stjornarskra.com/ en hlusta má á þáttinn hér.

Nú er í gangi mikil auglýsingaherferð fyrir því að tekin verði upp ný stjórnarskrá. Þar er horft til tillagna stjórnarlagaráðs frá 2012 sem samþykkt var þjóðaratkvæðagreiðslu í október það ár að lagðar yrðu til grundvallar stjórnarskrárbreytingum og er það mál nú í vinnslu hjá Alþingi. Með opnun heimasíðunnar https://www.stjornarskra.com/ vill Samband ungra sjálfstæðismanna berjast gegn upplýsingaóreiðu í tengslum við stjórnarskármálið og stuðla að umræðu um stjórnarskrárbreytingar sem byggja á staðreyndum.

Halla Sigrún bendir á að þrátt fyrir að kallað sé mjög eftir því að tillögur stjórnlagaráðs verði samþykktar óbreyttar sem ný stjórnarskrá þá hafi stjórnlagaráð sjálft hundsað þjóðarvilja þegar það tók ekki inn í drögin ákvæði um Þjóðkirkju sem meirihluti kjósenda samþykkti í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012 að kveðið væri á um í stjórnarskrá lýðveldisins.