„Skoska leiðin” langþráð baráttumál loks í höfn

Skoska leiðin, er ný aðgerð stjórnvalda til að koma til móts við þau sem búa á landsbyggðinni. Um er að ræða langþráð baráttumál Njáls Trausta Friðbertssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Njáll Trausti var gestur Guðfinns Sigurvinssonar í Pólitíkinni en hlusta má á þáttinn hér.

Með skosku leiðinni eru veitt afsláttarkjör á flugi, en um er að ræða 40% afslátt af flugmiðanum og þrjár ferðir á ári eða sex flugleggi alls. Njáll Trausti tók málið fyrst upp í bæjarstjórn Akureyrar fyrir allnokkrum árum og það var m.a. hvati hans til að fara í framboð til Alþingis.

Upphaf Skosku leiðarinnar á Íslandi má rekja til sumarsins 2017, þá stofnaði Jón Gunnarsson, þáverandi samgönguráðherra og nú þingmaður Sjálfstæðisflokksins, starfshóp sem átti að kanna valkosti til að efla innanlandsflugið. Njáll Trausti fór fyrir vinnu hópsins og sagði frá henni í þættinum og ræddi líka um fyrirhugaðar framkvæmdir við Akureyrarflugvöll og Egilsstaðaflugvöll.