„Ég held að þetta sé einhver besta lausn sem var möguleg í ofboðslega þröngri stöðu að ríkið segði að því gefnu að þið hafið farið í fjárhagslega endurskipulagningu þá getum við veitt ábyrgð á lánalínu sem plönin gera ekki ráð fyrir að reyni á. En getur mögulega reynt á ef að hlutir fara á verri veg. Við erum ekki að segja lífeyrissjóðunum að fjárfesta. Það er að vísu rétt að það eru líklegustu fjárfestarnir,“ sagði Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra í Sprengisandi 6. september sl. Þar mætti hann Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formanni Viðreisnar og tókust á um efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar og ríkisábyrgð á lánum til Icelandair.
„Þetta er auðvitað ekki boðleg nálgun sem Þorgerður kemur hér með að segja að ef lífeyrissjóðir fjárfesti í Icelandair þá verði að gera ráð fyrir því að það sé á kostnað lífeyrisþega framtíðarinnar. Þetta er auðvitað ekki boðleg nálgun. Stjórnir taka ekki ákvörðun bara út frá ástandinu í þjóðfélaginu. Menn hafa að lögum skyldu til að uppfylla ákveðnar kröfur þegar teknar eru ákvarðanir um fjárfestingar. Þau gera það örugglega í þessu tilviki til þess að hafa af því ávöxtun í þágu lífeyrisþegana. Mér finnst ómögulegt þegar menn eru að stilla því þannig upp að þeir séu að gera þetta á kostnað lífeyrisþegana,“ sagði Bjarni.
Hlusta má á brot úr þættinum hér:
Ríkisábyrgð til Icelandair: Ábyrgð varpað á almenning í gegnum lífeyrissjóði.