Ógn hinna „réttlátu“

Óli Björn Kárason formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis:

Hafi sag­an kennt okk­ur eitt­hvað þá eru það þessi ein­földu sann­indi: Frelsi þrífst ekki án frjálsra og op­inna skoðana­skipta. En þrátt fyr­ir þenn­an lær­dóm virðast borg­ar­ar lýðræðis­ríkja ekki alltaf skynja þegar frels­inu er ógnað. Kannski er það vegna þess að ógn­vald­ur­inn skipt­ir stöðugt um and­lit, breyt­ir aðferðum og orðanotk­un. Kannski er sinnu­leysið af­leiðing vel­meg­un­ar. Ef til vill kem­ur ótt­inn við af­leiðing­ar í veg fyr­ir að tekið sé til máls.

Dav­id Green, for­stöðumaður Ci­vitas-hug­veit­unn­ar í Bretlandi og dálka­höf­und­ur The Spectator, held­ur því fram að ný teg­und stjórn­mála sé að festa ræt­ur; „rétt­lát ógn­un“ [righteous intim­i­dati­on] – þar sem sam­fé­lög­um er skipt í fórn­ar­lömb og kúg­ara. Í ný­leg­um pistli bend­ir hann á að „rétt­lát ógn­un“ sé fyrsti kost­ur margra bar­áttu­manna fyr­ir þjóðfé­lags­breyt­ing­um. Bar­áttu­menn fyr­ir rót­tæk­um aðgerðum í lofts­lags­mál­um reyna að koma í veg fyr­ir út­gáfu dag­blaða sem eru þeim ekki að skapi. Und­ir yf­ir­skini rétt­læt­is og bar­áttu gegn ógeðfelldri kynþátta­hyggju og ras­isma eru minn­is­merki rif­in niður. Skoðanir sem ekki eru þókn­an­leg­ar eru bæld­ar niður og Twitter er nýtt­ur til að bola ein­stak­ling­um úr starfi.

Frelsið krefst mik­ils

Á síðustu árum hafa sjálfs­mynda­stjórn­mál orðið stöðugt áhrifa­meiri. Í stað al­mennr­ar hug­mynda­fræði, s.s. um rétt­indi ein­stak­linga, hlut­verk rík­is­ins og stjórn­skip­an, byggj­ast stjórn­mál sjálfs­mynda á þjóðfé­lags­stöðu, kynþætti, kyn­hneigð, trú­ar­brögðum o.s.frv. Það er úr jarðvegi sjálfs­mynda­stjórn­mála sem „rétt­mæt ógn­un“ er sprott­in. Og í mörgu er það kald­hæðnis­legt að Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti hafi lagt mikið af mörk­um til að gera jarðveg­inn frjórri en nokkru sinni fyr­ir hug­mynd­ir og bar­áttuaðferðir af því tagi.

Frelsi krefst mik­ils af borg­ur­un­um. Sjálfs­mynda­stjórn­mál mynda hins veg­ar far­veg fyr­ir kröf­ur á sam­borg­ar­ana. Ýta und­ir trúna á að sam­fé­lagið skuli skipu­lagt af hinum rétt­sýnu. Til að ná mark­miðinu er nauðsyn­legt að póli­tísk holl­usta bygg­ist á gremju, kvört­un­um og dylgj­um í garð annarra. Þeir sem ekki taka und­ir eru skil­greind­ir sem fjand­menn og kúg­ar­ar sem verði að þagga niður í. Að hver og einn leiti að innri styrk­leika til að lifa far­sælu lífi er fyr­ir­lit­legt.

Sjálfs­mynda­stjórn­mál ganga á hólm við frjáls og opin sam­fé­lög sem um­bera ekki aðeins ólík sjón­ar­mið og skoðanir held­ur hvetja til rök­ræðna – mynda öfl­ugt skjól fyr­ir dýna­míska umræðu og skoðana­skipti, ekki síst í há­skól­um og fjöl­miðlum. Í áður­nefndri grein seg­ir Dav­id Green að rétt­læti sé ein meg­in­stoð frjáls sam­fé­lags þar sem leit­ast er við að leiðrétta órétt­læti öll­um til hags­bóta. Hann tel­ur að stjórn­mál „rétt­látr­ar ógn­un­ar“ séu ósam­rýman­leg frjálsu sam­fé­lagi þar sem við reyn­um að læra hvert af öðru með bein­um skoðana­skipt­um.

Efa­semd­ir og spurn­ing­ar

Sú hætta er raun­veru­leg að und­ir ógn sjálfs­mynda­stjórn­mála verði hætt að spyrja spurn­inga, leita nýrra lausna. Þegar allt kapp er lagt á að þagga niður gagn­rýni eru spurn­ing­ar ekki aðeins óþarfar held­ur bein­lín­is hættu­leg­ar. Það er ekk­ert rúm fyr­ir efa­semd­ir og eng­in nauðsyn á því að leita nýrra leiða við úr­lausn verk­efna. Sam­keppni hug­mynda er ógn en ekki mik­il­væg leið til að virkja krafta manns­hug­ans.

Við þurf­um ekki að leita út fyr­ir land­stein­ana til að finna dæm­in.

Ábend­ing­um og gagn­rýni virts ís­lensks pró­fess­ors við lækna­deild Har­vard-há­skóla var mætt með hroka, yf­ir­læti og hrein­um dóna­skap. Spurn­ing­ar og ólík sjón­ar­mið eru eit­ur í bein­um hinna „rétt­látu“ sem hafa höndlað sann­leik­ann í eitt skipti fyr­ir öll.

Al­var­leg­um efa­semd­um um hvort stjórn­völd hafi heim­ild að lög­um til að hefta at­hafna­frelsi og sam­fé­lags­legt sam­neyti til lengri tíma í nafni sótt­varna er mætt með tóm­læti af fræðaheimi lög­fræðinga. Engu er lík­ara en þeir sem ættu að leiða gagn­rýna umræðu um stjórn­skip­an lands­ins og laga­leg­ar for­send­ur fyr­ir ákvörðunum stjórn­valda á hverj­um tíma forðist að taka til máls.

Ég ótt­ast að há­skóla­sam­fé­lagið, sem á að vera griðastaður frjálsr­ar umræðu og ólíkra skoðana, sé hægt og bít­andi að breyt­ast í einskon­ar kirkju­deild póli­tísks rétt­trúnaðar. Ekki aðeins hér á landi held­ur ekki síður í öðrum lýðræðislönd­um. Í banda­rísk­um há­skól­um eru fræðimenn flæmd­ir úr starfi og komið er í veg fyr­ir að gesta­fyr­ir­les­ar­ar með skoðanir sem ekki eru þókn­an­leg­ar geti tekið til máls. Verið er að hneppa há­skóla í spennitreyju rétt­hugs­un­ar. Frjó hugs­un og frjáls vís­inda­starf­semi eru fórn­ar­lömb­in. Sam­fé­lagið allt ber skaðann.

Hlekk­ir ógn­un­ar

Stjórn­mál „rétt­látr­ar ógn­un­ar“ eru þegar grannt er skoðað annað and­lit stjórn­lynd­is – verk­færi til að um­bylta skipu­lagi lýðræðis­ríkja sem tókst ekki und­ir gunn­fána sósí­al­ism­ans. Þetta er hug­mynda­fræði átaka, þar sem reka skal fleyg milli borg­ar­anna, milli stétta, kyn­slóða, trú­ar­bragða, kynþátta, kynja, at­vinnu­rek­enda og launa­fólks. Stjórn­lyndi breyt­ist ekki þótt það sé klætt í nýj­an bún­ing.

Rétt­ar­ríkið, þar sem all­ir eru jafn­ir fyr­ir lög­um, er sett til hliðar í hug­ar­heimi „rétt­látr­ar ógn­un­ar“. Því er hafnað að frelsi ein­stak­lings­ins og rétt­indi séu al­gild og óum­breyt­an­leg. Allt er háð aðstæðum og tíðaranda.

Að halda því fram að upp­spretta valds­ins sé hjá borg­ur­um er tal­in hættu­leg hug­mynd sem gref­ur und­an stjórn­lyndi og mark­miðum sjálfs­mynda­stjórn­mála. Þess vegna er öll­um slík­um hug­mynd­um, inn­an há­skóla, í fjöl­miðlum, stjórn­mál­um og sam­fé­lagsum­ræðu, mætt af fullri hörku. And­rúms­loft op­in­berr­ar umræðu er eitrað og gagn­rýn­in umræða kafn­ar hægt en ör­ugg­lega þar sem ein­stak­ling­ar, fræðimenn sem aðrir, forðast að taka til máls.

Sú hætta er raun­veru­leg að frjáls­ir borg­ar­ar vakni einn dag­inn í hlekkj­um „rétt­látr­ar ógn­un­ar“.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 9. september 2020.