Ræddu gullfótinn, skatta og hægri hugmyndafræði í Gjallarhorninu

Björn Jón Bragason, lögfræðingur og sagnfræðingur, var gestur í 8. hlaðvarpsþætti Gjallarhornsins. Þáttinn má nálgast hér.

Þar ræddi hann m.a. gullfótinn, gjaldeyrismál fyrri ára, skatta og hægri hugmyndafræði, svo fátt eitt sé nefnt.

Stjórnendur þáttarins að þessu sinni eru þau Birta Karen Tryggvadóttir og Magnús Benediktson stjórnarmenn í Heimdalli.