Dýr rekstur Reykjavíkurborgar

Eyþór Arnalds oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur:

Ætla mætti að stærsta sveit­ar­fé­lagið væri hag­kvæm­asta rekstr­arein­ing­in. Gæti gert meira fyr­ir minna. Stærðar­hag­kvæmni sveit­ar­fé­laga á að skila sér í minni kostnaði á hvern íbúa. Um það er ekki deilt. Það skýt­ur því skökku við að meðal­kostnaður borg­ar­inn­ar er ekki lægri en ná­granna­sveit­ar­fé­lag­anna sem þó eru tals­vert minni rekstr­arein­ing­ar. Þvert á móti er launa­kostnaður borg­ar­inn­ar 16% hærri en meðaltal stærstu ná­granna henn­ar; Kópa­vogs, Garðabæj­ar og Hafn­ar­fjarðar fyr­ir síðasta ár. Ef launa­kostnaður á íbúa væri sá sami í Reykja­vík væri hann níu millj­örðum lægri. Það ger­ir 287 þúsund krón­ur fyr­ir hverja fjög­urra manna fjöl­skyldu á ári hverju. Mun­ar um minna. Þessi kostnaður er skerðing á ráðstöf­un­ar­tekj­um heim­il­anna í borg­inni enda rukk­ar Reykja­vík hærra út­svar af laun­um þeirra sem búa í borg­inni en ná­granna­sveit­ar­fé­lög­in. Tek­ur mun meira af laun­un­um en sjálft ríkið. Fast­eigna­skatt­ar hafa líka hækkað langt um­fram verðlag. Það bitn­ar á fólki og fyr­ir­tækj­um. Í stað þess að nú­tíma­væða rekst­ur borg­ar­inn­ar hef­ur yf­ir­bygg­ing­in verið stækkuð. Ánægja með þjón­ustu borg­ar­inn­ar er minni en meðal íbúa ná­granna­sveit­ar­fé­lag­anna í sam­ræmd­um viðhorfs­könn­un­um. Kostnaður­inn skil­ar sér þannig í hærri skött­um en ekki í auk­inni ánægju. Þeir sem vilja fara vel með skatt­fé og áhuga­menn um bætt­an rekst­ur ættu að skoða hvernig á þessu stend­ur. Hér mætti bjóða út meira. Og bet­ur. Hér mætti hagræða. Nýta tækn­ina bet­ur. Minnka báknið. Á öll­um tím­um mun­ar heim­il­in um 287 þúsund krón­ur. Á erfiðum tím­um eins og nú eru mun­ar það miklu. Mjög miklu.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 20. ágúst 2020.