Sigríður Á. Andersen í Pólitíkinni

Sigríður Á. Andersen þingmaður Reykvíkinga var gestur Guðfinns Sigurvinssonar í nýjasta þættinum af Pólitíkinni sem finna má á hlaðvarpi Sjálfstæðisflokksins. Hlusta má á þáttinn hér.

Sigríður hefur undanfarna daga gagnrýnt skerðingu á borgaralegu frelsi vegna hertra aðgerða sóttvarnayfirvalda, svo sem á landamærunum en einnig líka hvað varðar friðhelgi einkalífsins. Sigríður spyr hvort tilefni sé til svo hertra aðgerða og veltir því líka fyrir sér hvort fólk sé ómeðvitað að sofna á verðinum gagnvart ýmsu sem snýr að söfnun viðkvæmra persónuupplýsinga.

Sigríður ræddi líka þingveturinn framundan og vítt og breitt um þátttöku sína í stjórnmálum.