Aldís Hafsteinsdóttir í Pólitíkinni

Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri í Hveragerði og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga er gestur í 24. þætti Pólitíkurinnar. Þáttinn má finna hér.

Aldís hefur verið bæjarstjóri í Hveragerði síðan 2006 og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga síðan 2018. Hún ræddi m.a. um sveitarfélögin almennt, um verkefni, hlutverk og áherslur Sambands íslenskra sveitarfélaga og um málefni Hveragerðisbæjar, en Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið þar samfellt í meirihluta nú í 14 ár.