Ásdís Halla gestur í Pólitíkinni

Ásdís Halla Bragadóttir var gestur Ingvars P. Guðbjörnssonar í 23. þætti Pólitíkurinnar í þessari viku. Þáttinn má nálgast hér.

Í þættinum ræddu þau einkarektur og valfrelsi í heilbrigðis- og menntamálum, en Ásdís Halla var einn af stofnendum Sinnum og Klíníkarinnar í Ármúla. Ásdís Halla rekur Hótel Ísland í Ármúla og kom hótelrekstur á COVID-tímum og aðgerðir stjórnvalda einnig til umræðu í þættinum.

Stjórnmálaþátttaka Ásdísar Höllu var rædd en hún var m.a. aðstoðarmaður menntamálaráðherra, formaður SUS, framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri í Garðabæ.

Þá ræddu þau um feðraorlof og rétt samkynhneigðra til ættleiðinga, hvort tveggja mál sem Sjálfstæðisflokkurinn kom á dagskrá í tíð Ásdísar Höllu sem formanns SUS. Að lokum ræddu þau jafnréttismálin og um stöðu kvenna í Sjálfstæðisflokknum.