Björn Bjarnason í Pólitíkinni

Björn Bjarnason á langan og farsælan feril að baki í stjórnmálum og skrifar mikið um samfélagsmál og stjórnmál á heimasíðu sína. Björn var gestur Guðfinns Sigurvinssonar í nýjasta þætti af Pólitíkinni á hlaðvarpi Sjálfstæðisflokksins en hlusta má á þáttinn hér.

Í þættinum ræddi Björn margt áhugavert, m.a. um stjórnmálaástandið í dag, stöðu fjölmiðla og alþjóðamál. Auk þess ræddi Björn um föður sinn Bjarna Benediktsson fyrrverandi forsætisráðherra en þess var minnst þann 10. júlí síðastliðinn að hálf öld er liðin frá því að Bjarni fórst ásamt eiginkonu sinni og dóttursyni í bruna á Þingvöllum.

Mest ræddi Björn þó um skýrslu sína um norrænt samtarf hefur vakið verðskuldaða athygli en skýrsla Björns kom út í byrjun mánaðar með tillögum um sameiginleg norræn verkefni á sviði loftslagsmála, fjölþátta ógna og netvarna auk fjölþjóðasamstarfs innan ramma alþjóðalaga. Skýrslan inniheldur 14 tillögur um aukið samstarf og sameiginlega stefnumótun Norðurlandanna og kemur út í framhaldi af skýrslu Thorvalds Stoltenberg frá 2009.