Grafið undan lífeyrissjóðum

Óli Björn Kárason formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis:

Í fyrstu grein laga um líf­eyr­is­sjóði seg­ir meðal ann­ars:

„Skyldu­trygg­ing líf­eyr­is­rétt­inda fel­ur í sér skyldu til aðild­ar að líf­eyr­is­sjóði og til greiðslu iðgjalds til líf­eyr­is­sjóðs og eft­ir at­vik­um til annarra aðila sam­kvæmt samn­ingi um viðbót­ar­trygg­inga­vernd.

Öllum launa­mönn­um og þeim sem stunda at­vinnu­rekst­ur eða sjálf­stæða starf­semi er rétt og skylt að tryggja sér líf­eyr­is­rétt­indi með aðild að líf­eyr­is­sjóði frá og með 16 ára til 70 ára ald­urs.“

Í samþykkt­um Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna [LV] seg­ir að hlut­verk sjóðsins sé að „tryggja sjóðfé­lög­um, eft­ir­lif­andi mök­um þeirra og börn­um líf­eyri“. Sjóður­inn „legg­ur sér­staka áherslu á elli­líf­eyr­is­trygg­ing­ar og áskil­ur sér heim­ild til að verja þau rétt­indi um­fram önn­ur“.

Í viðamik­illi árs­skýrslu 2019 er vikið að stjórn­ar­hátta­yf­ir­lýs­ingu LV. Þar kem­ur fram að sjóður­inn sé lang­tíma­fjár­fest­ir sem ávaxti fjár­muni sjóðfé­laga með það að mark­miði að ná sem bestri ávöxt­un að teknu til­liti til áhættu. Stjórn­ar­menn og starfs­menn eiga að „taka ákv­arðanir í sam­ræmi við gild­andi lög og regl­ur og sann­fær­ingu sína með þeim hætti að hags­muna sjóðfé­laga sé sem best gætt og að ákvörðunin styðji við til­gang og starf­semi sjóðsins“. Þeir mega ekki „gera nein­ar þær ráðstaf­an­ir sem ber­sýni­lega eru til þess falln­ar að afla ákveðnum sjóðfé­lög­um, fé­lög­um eða öðrum ótil­hlýðilegra hags­muna um­fram aðra eða á kostnað sjóðsins“. Stjórn­ar­menn skulu taka „sjálf­stæðar ákv­arðanir í hverju máli fyr­ir sig“.

Og hafi ein­hver gleymt eða vilji ekki muna þá seg­ir einnig:

„Stjórn­ar­maður er ekki bund­inn af fyr­ir­mæl­um þeirra sem til­nefna hann til setu í stjórn sjóðsins.“

Mér finnst skyn­sam­legt að rifja upp lög, samþykkt og regl­ur sem líf­eyr­is­sjóðir al­mennt, og Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna sér­stak­lega, starfa eft­ir. Til­efnið er op­in­ber­ar yf­ir­lýs­ing­ar sem aug­ljós­lega ganga gegn lög­um, regl­um og grafa und­an trausti á líf­eyr­is­sjóðunum og þar með hags­mun­um alls launa­fólks.

Far­veg­ur sparnaðar – upp­spretta fjár­magns

Okk­ur Íslend­ing­um hef­ur tek­ist það sem fáum öðrum þjóðum hef­ur auðnast; að byggja upp líf­eyri­s­kerfi sem launa­fólk hef­ur getað treyst á. Styrk­leiki líf­eyri­s­kerf­is­ins er einn mik­il­væg­asti horn­steinn efna­hags­legr­ar vel­ferðar þjóðar­inn­ar. Hrein eign líf­eyr­is­sjóðanna í lok síðasta árs nam tæp­um fimm þúsund millj­örðum króna. Sam­kvæmt ný­legri út­tekt OECD nem­ur líf­eyr­is­sparnaður á veg­um líf­eyr­is­sjóðanna (sam­trygg­ing og sér­eign) um 167% af vergri lands­fram­leiðslu og um 177% að meðtöld­um sparnaði á veg­um inn­lendra og er­lendra vörsluaðila sér­eigna­sparnaðar. Aðeins í Dan­mörku og Hollandi er líf­eyr­is­sparnaður­inn meiri.

En þótt líf­eyri­s­kerfið sé sterkt og í flestu til fyr­ir­mynd­ar er ekki þar með sagt að starf­semi og skipu­lag líf­eyr­is­sjóðanna sé yfir gagn­rýni hafið.

Líf­eyr­is­sjóðirn­ir eru mik­il­væg­asti far­veg­ur sparnaðar hér á landi og þar með upp­spretta fjár­magns, jafnt fyr­ir at­vinnu­lífið og launa­fólk, hvort held­ur er láns- eða áhættu­fjár­magn. Í krafti gríðarlegs fjár­magns hafa líf­eyr­is­sjóðirn­ir kom­ist í ráðandi stöðu í ís­lensku at­vinnu­lífi. Þannig hef­ur orðið til valda­samþjöpp­un í viðskipta­líf­inu, sem er vandmeðfar­in og ger­ir enn rík­ari kröf­ur til stjórn­ar­manna líf­eyr­is­sjóðanna um sjálf­stæði og að aðeins hags­mun­ir skjól­stæðinga þeirra ráði för. Launa­fólk verður að geta treyst því að stjórn­ar­menn falli aldrei í þá freistni að nýta fjár­hags­leg­an styrk líf­eyr­is­sjóðanna til að tryggja sér­hags­muni eða vinna að fram­gangi sjón­ar­miða sem hafa ekk­ert með hag sjóðsfé­laga að gera.

Reynt að rjúfa sam­starf

Her­ská­ar yf­ir­lýs­ing­ar síðustu daga gefa til­efni til að hafa veru­leg­ar áhyggj­ur af því að unnið sé mark­visst að því að inn­leiða önn­ur vinnu­brögð, þar sem heild­ar­hags­mun­ir sjóðsfé­laga ráða ekki för, held­ur hug­mynda­fræði fárra og sér­hags­mun­ir enn færri.

Líf­eyr­is­sjóðir á al­menn­um vinnu­markaði eru sam­starfs­verk­efni launa­fólks og at­vinnu­rek­enda. Mark­mið hef­ur verið skýrt; að tryggja launa­fólki líf­eyri eft­ir að góðri starfsævi lýk­ur en um leið veita sam­eig­in­lega trygg­inga­vernd vegna ör­orku eða veik­inda. Ekki verður hins veg­ar annað séð en að áhrifa­fólk inn­an verka­lýðshreyf­ing­ar­inn­ar vilji rjúfa þetta sam­starf. (Rétt er að hafa í huga að sam­starfið bygg­ist m.a. á því að launa­greiðend­ur (at­vinnu­rek­end­ur) greiða mót­fram­lag í líf­eyr­is­sjóðina á móti launa­fólki. Á síðasta ári námu t.d. iðgjöld í LV tæp­um 36,5 millj­örðum króna, þar af greiddu sjóðsfé­lag­ar tæpa 10 millj­arða en launa­greiðend­ur liðlega 26,5 millj­arða.)

Ég er einn þeirra sem hafa talað fyr­ir því að auka áhrif sjóðsfé­laga á rekst­ur og stefnu líf­eyr­is­sjóðanna. Þar hef ég sótt í smiðju dr. Pét­urs heit­ins Blön­dals. En það skal játað að til­raun­ir til að hafa óeðli­leg áhrif á stjórn­ar­menn líf­eyr­is­sjóðanna gefa til­efni til end­ur­mats.

Eitt er að leggja drög að því að gera sjóðsfé­lög­um kleift að móta stefnu líf­eyr­is­sjóðanna og annað að inn­leiða val­frelsi í líf­eyr­is­mál­um – gera launa­fólki mögu­legt að greiða at­kvæði með því að velja sjálft eig­in líf­eyr­is­sjóð í stað þess að vera bundið á þann bás sem for­ystu­menn verka­lýðshreyf­ing­ar­inn­ar og at­vinnu­lífs­ins ákveða og semja um.

At­b­urðir síðustu daga hafa rennt styrk­ari stoðum und­ir þá skoðun að nauðsyn­legt sé að auka val­frelsi í líf­eyr­is­mál­um, ekki aðeins með því að leysa launa­fólk und­an for­ræði for­ystu­manna vinnu­markaðar­ins, held­ur ekki síður að auka mögu­leika þess til að nýta sér­eigna­sparnað sinn til að byggja upp eig­in líf­eyr­is­sjóð, m.a. með milliliðalausri fjár­fest­ingu í at­vinnu­líf­inu.

Launa­fólk ber kostnaðinn

Eitt stærsta og þjóðhags­lega mik­il­væg­asta fyr­ir­tæki lands­ins berst fyr­ir lífi sínu. Icelanda­ir þarf ekki aðeins að ná samn­ing­um við starfs­menn og lán­ar­drottna til að tryggja framtíð fé­lags­ins held­ur einnig sækja aukið áhættu­fé frá fjár­fest­um. Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna er einn stærsti hlut­haf­inn með um 11,8% hluta­fjár (miðað við síðustu ára­mót). Bók­fært verðmæti eign­ar­hlut­ar­ins er um 4,9 millj­arðar.

Eðli máls sam­kvæmt leita stjórn­end­ur eft­ir nýju hluta­fé, ekki síst frá nú­ver­andi eig­end­um. Hvort það er skyn­sam­legt fyr­ir LV að taka þátt í hluta­fjáraukn­ing­unni hef ég eng­ar for­send­ur til að meta. All­ir vita að fjár­fest­ing í flugrekstri er áhættu­söm, en LV, líkt og aðrir hlut­haf­ar, hef­ur notið ágætr­ar ávöxt­un­ar af eign­ar­hlut sín­um í Icelanda­ir á und­an­förn­um árum.

Sam­kvæmt lög­um og regl­um er það stjórn LV sem tek­ur ákvörðun um hvort rétt sé að taka þátt í að byggja upp þjóðhags­lega mik­il­vægt fyr­ir­tæki eða ekki. Stjórn­ar­menn LV, líkt og stjórn­ar­menn allra annarra líf­eyr­is­sjóða, verða að hafa burði til þess að taka sjálf­stæða ákvörðun og byggja aðeins á fag­leg­um sjón­ar­miðum með hags­muni sjóðsfé­laga að leiðarljósi. Verði látið und­an þrýst­ingi eða há­vær­um og ofsa­fengn­um yf­ir­lýs­ing­um glat­ast traustið sem nauðsyn­legt er að stjórn­ir líf­eyr­is­sjóða njóti.

Og eitt er víst: Það verður launa­fólk sem ber kostnaðinn, ekki hinir há­væru.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 22. júlí 2020.