Áslaug Arna gestur í Gjallarhorninu

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra var gestur í 5. hlaðvarpsþætti Gjallarhornsins í umsjón Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík. Hlusta má á þáttinn í heild sinni hér.

Þar ræddi hún m.a. um tímann sem hún var formaður Heimdallar, þau frumvörp sem eru í vinnslu í dómsmálaráðuneytinu fyrir næsta þing, um starfrænt Ísland, útlendingamálin, um málasvið ráðuneytisins, afglæpavæðingu fíkniefna, sölu áfengis á netinu, mannanafnalög, baráttuna við COVID-19 o.fl.

Stjórnendur þáttarins að þessu sinni eru þau Birta Karen Tryggvadóttir og Magnús Benediktsson stjórnarmenn í Heimdalli.