Ræða dr. Bjarna frá 1943 birt á vefnum

Í dag eru 50 ár liðin frá því er dr. Bjarni Bendiktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, fórst í eldsvoða á Þingvöllum ásamt Sigríði Björnsdóttur, konu hans, og Benedikt Vilmundarsyni, fjögurra ára dóttursyni þeirra.

Af því tilefni er efnt til minningarathafnar á Þingvöllum klukkan 15.00 í dag, en jafnframt er hér á vefnum birt einhver þekktasta ræða Bjarna, sem hann flutti á landsfundi Sjálfstæðisflokksins á Þingvöllum árið 1943. Hún var gefin út í bæklingi þá undir fyrirsögninni Lýðveldi á Íslandi og dreift á öll heimili í landinu, en þar dró Bjarni saman helstu rök fyrir því að ekki væri eftir neinu að bíða með að stofna lýðveldi árið eftir, eins og síðan gekk eftir.

Ræðan vakti þjóðarathygli og má segja að eftir það hafi málflutningur þeirra hljóðnað, sem af ýmsum ástæðum töldu lýðveldisstofnunina ótímabæra. Nú, 77 árum síðar, eiga þau rök enn við um sjálfstæði Íslands og bera glöggt vitni um framsýni og rökfestu Bjarna, eins áhrifamesta leiðtoga Sjálfstæðisflokksins og þjóðarinnar.

Lýðveldi á Íslandi endurútgefið má finna hér.