Útúrsnúningar fela ekki tjónið

Sigríður Á. Andersen formaður utanríkismálanefndar Alþingis:

Áætla má að á síðasta ári hafi um 20 millj­ón­ir lítra af lífol­í­um til íblönd­un­ar í hefðbundið eldsneyti verið flutt­ir til lands­ins. Þetta eldsneyti er einkum unnið úr ma­t­jurt­um á borð við hveiti, maís, repju og pálma.

Þetta lí­feldsneyti er dýr­ara í inn­kaup­um og með lægra orku­inni­hald en hefðbundið eldsneyti. Eyðsla í bíl­vél­um eykst, ferðum fjölg­ar á bens­ín­stöðvar, inn­flutn­ing­ur eldsneyt­is eykst og gjald­eyr­ir flæðir úr landi. Rík­is­sjóður hef­ur lagt þess­um óþarfa inn­flutn­ingi til um 7 millj­arða króna með skattaí­viln­un­um síðustu 5 ár. Þess­ar skatt­tekj­ur voru áður ætlaðar í vega­gerð hér inn­an­lands.

Eng­in skylda, bara þving­un

Í grein hér í blaðinu í gær hélt sér­fræðing­ur á Orku­stofn­un því fram að eng­in skylda sé til þess­ar­ar íblönd­un­ar og þar með inn­flutn­ings. Í lög­um nr. 40/​2013 (inn­leiðing á ESB-regl­um) er þó skýrt kveðið á um skyldu söluaðila eldsneyt­is til að 5% þess sé af end­ur­nýj­an­leg­um upp­runa. Full­yrðing um annað er út­úr­snún­ing­ur. Söluaðilum eldsneyt­is hér á landi hef­ur því verið nauðugur einn kost­ur að flytja inn lífol­í­ur til íblönd­un­ar und­an­far­in ár. Raf­bíl­ar sem hér eru komn­ir á göt­urn­ar telja ekki upp í þessa skyldu því þeir eru eðli­lega hlaðnir við heima­hús og vinnustaði en ekki á bens­ín­stöðvum. Töl­urn­ar sem sér­fræðing­ur­inn nefn­ir í grein sinni sýna það svart á hvítu að raf­bíla­væðing­in hef­ur ekki nýst til að draga úr inn­flutn­ingi lí­feldsneyt­is­ins und­an­far­in ár.

ESB-túlk­un á ís­lensk­um lög­um

Sér­fræðing­ur Orku­stofn­un­ar vís­ar í grein sinni í til­skip­un ESB um að ríki skuli ná 10% orku­hlut­falli end­ur­nýj­an­legs eldsneyt­is í sam­göng­um árið 2020. En þetta mark­mið hef­ur ekki verið leitt í ís­lensk lög og hef­ur því ekk­ert gildi hér, sem bet­ur fer.

Það er raun­ar sér­stakt áhyggju­efni að starfs­menn op­in­berra stofn­ana skuli vísa í til­skip­an­ir og reglu­gerðir ESB til fram­sæk­inna skýr­inga á ís­lensk­um lög­um og regl­um. Það er engu lík­ara en þeir séu komn­ir inn í sam­bandið í hug­an­um. Annað dæmi um þetta birt­ist í ný­legri túlk­un Um­hverf­is­stofn­un­ar á reglu­gerð 960/​2016. Í reglu­gerðinni er kveðið á um skyldu selj­enda eldsneyt­is til að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda um 6% „eigi síðar en 31. des­em­ber 2020.“ Í lok des­em­ber 2019 til­kynnti UST að stofn­un­in telji að „eigi síðar en 31. des­em­ber 2020“ þýði í raun frá og með 1. janú­ar 2020. Þvert á það sem stofn­un­in hafði áður sagt.

Skýr­ing­arn­ar UST á því að 31. des­em­ber 2020 þýði í raun 1. janú­ar 2020 voru þær að þannig væri þetta túlkað hjá Evr­ópu­sam­band­inu! Þessi daga­villa UST mun leiða til auk­ins inn­flutn­ings lí­feldsneyt­is á þessu ári frá því sem ella hefði verið með til­heyr­andi aukn­um kostnaði fyr­ir rík­is­sjóð. Og aft­ur telj­ast raf­bíl­arn­ir ekki með.

Í ljós reynsl­unn­ar

Sjálfsagt var það ekki mark­miðið með reglu­gerð 960/​2016 eða lög­um nr. 40/​2013 að valda millj­arðatjóni fyr­ir Ísland þótt við því hafi verið varað. Menn sáu ekki endi­lega fyr­ir að raf­bíl­ar gætu náð fót­festu hér. En nú ættu menn að hafa lært af reynsl­unni og ekk­ert að vera því til fyr­ir­stöðu að breyta lög­um á þann veg að óþarft verði fyr­ir okk­ur, heims­met­haf­ana í fram­leiðslu end­ur­nýj­an­legr­ar orku, að flytja inn dýra end­ur­nýj­an­lega orku.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 3. júlí 2020.