Engin „orkuskipti“ í gangverki tekjuöflunar

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra:

All­ir sem fylgj­ast með gangi mála er­lend­is vita að við höf­um fram til þessa farið í gegn­um Covid-far­ald­ur­inn með minna raski á dag­legu lífi en velflest­ar þjóðir í kring­um okk­ur. Stærst­an heiður af þeim ár­angri eiga lands­menn all­ir, fyr­ir að hafa tekið ráðgjöf sér­fræðinga al­var­lega, en stærstu þakk­irn­ar fara til fram­línu­fólks á öll­um sviðum. Nú þurf­um við að verja þenn­an ár­ang­ur með því að vera áfram ábyrg og skyn­söm. Sig­ur gegn plág­unni er ekki í höfn. Við meg­um ekki fagna of snemma.

Höggið

Við eig­um mikið und­ir því að halda áfram á réttri braut og koma hjól­un­um í gang. Því er nú spáð að sam­drátt­ur­inn vegna Covid muni nema níu pró­sent­um á þessu ári og at­vinnu­leysi fara í 11 pró­sent. Reyn­ist spárn­ar rétt­ar verður því um að ræða meiri sam­drátt og meira at­vinnu­leysi en varð í kjöl­far banka­hruns­ins 2008, þó að þá hafi aft­ur á móti verið um meiri skulda­vanda að ræða hjá heim­il­un­um en nú.

Viðbrögðin

Rík­is­stjórn­in hef­ur gripið til af­ger­andi ráðstaf­ana til að lág­marka höggið á fólk og fyr­ir­tæki og stuðla að kröft­ugri viðspyrnu. Hluta­bóta­leiðin; greiðslu­skjól; laun á upp­sagn­ar­fresti; brú­ar­lán; stuðningslán; lok­un­ar­styrk­ir; frest­un op­in­berra gjalda; jöfn­un tekju­skatts á milli ára; barna­bóta­auki; stuðning­ur við fólk í at­vinnu­leit; átak í geðheil­brigðismál­um; styrk­ing fjar­heil­brigðisþjón­ustu; frí­stunda­styrk­ur fyr­ir tekju­lága; Ferðagjöf; sumar­úr­ræði fyr­ir náms­menn; efl­ing mat­væla­fram­leiðslu; markaðsátak í þágu ferðaþjón­ustu bæði inn­an­lands og er­lend­is; út­víkk­un á „All­ir vinna“; fjár­fest­inga­átak; stór­felld­ur stuðning­ur við ný­sköp­un með aukn­um fram­lög­um í Tækniþró­un­ar­sjóð, hækk­un end­ur­greiðslna vegna rann­sókna- og þró­un­ar, stofn­un Kríu, hvata­sjóðs vísifjár­fest­inga, og tíma­bundn­um stuðningi við ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tæki með því sem við köll­um stuðnings-Kríu.

Hér er ekki einu sinni allt upp talið en heild­ar­mynd­in blas­ir við: Á ör­fá­um vik­um var brugðist með af­ger­andi hætti við ein­um mesta sam­drætti í okk­ar síðari tíma efna­hags­sögu.

Efna­hags­leg­ur sam­drátt­ur – fé­lags­leg vakn­ing

Ég nefndi áðan að lands­menn all­ir ættu heiður­inn af ár­angri okk­ar í bar­átt­unni við Covid. Í þessu sam­bandi vil ég nefna að lands­menn eiga líka hlut í þeirri viðspyrnu sem er far­in að eiga sér stað. Það sem ég á við er að á sama tíma og við höf­um upp­lifað harka­leg­an efna­hags­leg­an sam­drátt höf­um við upp­lifað fé­lags­leg­an upp­gang, fé­lags­lega vakn­ingu, fé­lags­lega sókn. Við höf­um séð sam­hug, já­kvæðni og bjart­sýni hvert hjá öðru. Ef eitt orð get­ur fangað kjarn­ann í þessu ein­kenni á sam­fé­lagi okk­ar þá er það lík­lega orðið „þraut­seigja“. Það er eng­inn vafi í mín­um huga að þraut­seigja sam­fé­lags okk­ar skipt­ir sköp­um til að ná þeirri viðspyrnu sem verður stærsta verk­efni okk­ar á næstu mánuðum og miss­er­um.

Leiðarljós viðspyrn­unn­ar: Fram­tak og frelsi

Verk­efn­inu að kveða niður Covid er ekki lokið en sam­hliða því þurf­um við nú í aukn­um mæli að beina sjón­um okk­ar að því verk­efni að rísa aft­ur á fæt­ur. Og þá þurf­um við ný leiðarljós. Leiðarljós í viðspyrn­unni.

Leiðarljósið verður að vera að virkja ein­stak­lings­fram­takið til að auka aft­ur tekj­ur þjóðarbús­ins. Ekk­ert er bet­ur til þess fallið að auka tekj­ur þjóðarbús­ins en at­hafna­frelsi; frjálst ein­stak­lings­fram­tak.

Við töl­um stund­um um verðmæta­sköp­un í þessu sam­bandi, og að ríkið búi ekki til verðmæti held­ur ein­stak­ling­arn­ir. Það er ekki al­veg ná­kvæmt orðalag því það er jú fleira verðmæti en tekj­ur. Öryggi, mennt­un og heil­brigði eru dæmi um verðmæti sem við erum flest sam­mála um að ríkið eigi að taka þátt í að tryggja okk­ur. En þegar kem­ur að tekju­öfl­un þá stenst eng­inn at­hafna­frelsi og ein­stak­lings­fram­taki snún­ing. Frelsi og fram­tak eru ork­an sem knýr gang­verk tekju­öfl­un­ar þjóðarbús­ins. Og eitt er víst: það verða eng­in „orku­skipti“ í gang­verki tekju­öfl­un­ar. Það verður aðeins knúið með fram­taki og frelsi.

Svarið við Covid er hug­vit

Ríkið get­ur hugað að vél­inni, séð til þess að hún sé í lagi, tryggt henni gott súr­efn­is­flæði. Það ætl­um við að gera, ekki síst með því að leggja þunga áherslu á ný­sköp­un. Það sem mun koma okk­ur upp úr Covid er hug­vit. Við höf­um nú þegar stigið stór skref í þeim efn­um á grund­velli nýrr­ar ný­sköp­un­ar­stefnu. Hið op­in­bera get­ur búið til jarðveg­inn en til að nýta hann þarf hug­vits­sama og þraut­seiga frum­kvöðla og at­hafna­fólk. Í viðleitni þeirra til verðmæta­sköp­un­ar reyn­ir ein­mitt hvað mest á þraut­seigj­una, sem ég nefndi áðan að væri ein­kenni á okk­ar sam­fé­lagi.

Annað nauðsyn­legt verk­efni er að hagræða í rík­is­rekstr­in­um. Við þurf­um að kasta þeirri rang­hug­mynd að hagræðing feli alltaf í sér niður­skurð á þjón­ustu. Því get­ur ein­mitt verið öf­ugt farið. Við höf­um ein­fald­lega ekki efni á því að reka stóru kerf­in okk­ar með óbreytt­um hætti. Það var orðið ljóst löngu fyr­ir Covid, m.a. vegna lýðfræðilegra breyt­inga. Þarna er verk­efni sem við get­um ekki ein­fald­lega velt yfir á kom­andi kyn­slóðir. Það væri vond póli­tík. Í slíku verk­efni fel­ast mik­il tæki­færi. Tæki­færi til að stór­auka ný­sköp­un inn­an rík­is­rekst­urs­ins, sem leiða af sér nýj­ar lausn­ir, nýja tækni, aukið val og spenn­andi störf. Það er nefni­lega hægt að end­ur­hugsa margt í rík­is­rekstri sem bæt­ir þjón­ustu við borg­ar­ana, ger­ir kerfið skil­virk­ara og þannig sækj­um við fram sem sam­fé­lag.

Greinin birtist fyrst í sunnudagsblaði Morgunblaðsins 28. júní 2020.