„Umframfjármögnunarþörf Reykjavíkurborgar m.v. síðustu fjárhagsáætlun er nærri 40 milljarðar bara fyrir 2020-2021 og svo muni annað eins koma til á næstu árum þannig að það er gríðarleg þörf og greinilega þarf þennan ríkisstuðning hingað inn til að geta haldið þessum verkefnum áfram sem voru fyrirhuguð“, sagði Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Sprengisandi í gær þar sem hún mætti Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur borgarfulltrúa Viðreisnar og formanni borgarráðs – en fjárhagur Reykjavíkurborgar var þar til umræðu.
“Maður getur líka spurt sig, kannski er fólk að setja markið of hátt og ekki nægilega vel með fæturnar á jörðinni. Ég held að við þurfum ábyrgan rekstur og ráðdeild næstu árin,“ sagði Hildur og einnig: „Nú þurfum við að fókusa á bætt lífsgæði fyrir borgarbúa, góða grunnþjónustu og ábyrgan og traustan rekstur.“