SUS fagnar 90 ára afmæli í dag

Sam­band ungra sjálf­stæðismanna fagn­ar 90 ára af­mæli í dag, en sam­bandið var stofnað í Hvanna­gjá á Þing­völl­um þann 27. júní 1930. Fyrsti formaður SUS var kjör­inn Torfi Hjart­ar­son, en nú­ver­andi formaður sam­bands­ins er Halla Sigrún Mathiesen.

Til að fagna afmælinu gaf SUS út veglegt afmælisrit í dag sem fylgdi Morgunblaðinu en þar er farið yfir sögu sambandsins og greinar birtar eftir núverandi og fyrrverandi félaga og viðtöl sem verða birt hér á xd.is næstu daga, m.a. viðtal við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra.

„Ungur sjálfstæðismenn hafa í gegnum tíðina sýnt það og sannað að það getur reynst mikið gæfuspor að hlusta á það sem ungt fólk hefur fram að færa, þó svo að það kunni að hljóma róttækt fyrst um sinn,“ segir Halla Sigrún formaður SUS í leiðara í blaðinu.

„SUS hefur alla tíð lagt sitt á vogarskálarnar í baráttunni fyrir einstaklingsfrelsinu, markaðshagkerfinu, mannréttindum og réttarríkinu. Þeirri baráttu eigum við margt að þakka, enda lagði hún grunninn að þeim sögulegu lífsgæðum sem við búum við í dag,“ segir enn fremur í leiðara formanns.

 

Blaðið má nálgast rafrænt hér.