Skref í rétta átt

Óli Björn Kárason formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis:

Fyr­ir Alþingi ligg­ur frum­varp Þór­dís­ar Kol­brún­ar R. Gylfa­dótt­ur, ferðamála-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, um breyt­ing­ar á sam­keppn­is­lög­um. Frum­varp­inu er ekki síst ætlað að upp­fylla lof­orð rík­is­stjórn­ar­inn­ar sem gef­in voru í byrj­un apríl á liðnu ári í tengsl­um við lífs­kjara­samn­ing­ana. Rík­is­stjórn­in gaf fyr­ir­heit um 45 aðgerðir til stuðnings lífs­kjara­samn­ing­un­um. Flest hef­ur þegar komið til fram­kvæmda eða er í und­ir­bún­ingi. Um­fangs­mestu aðgerðirn­ar snúa að heim­il­um og launa­fólki; tekju­skatt­ur hef­ur verið lækkaður, barna­bæt­ur hækkaðar, óverðtryggð lán orðin að raun­veru­leg­um val­kosti og fé­lags­lega hús­næðis­kerfið hef­ur verið styrkt.

Í raun var aðeins tvennt í aðgerðapakka rík­is­stjórn­ar­inn­ar, sem ætlað er að létta und­ir með fyr­ir­tækj­um og gera þeim bet­ur kleift að standa und­ir lífs­kjara­samn­ing­un­um:

  • Úttekt á reglu­verki ferðaþjón­ustu og bygg­ing­ar­starf­semi í þeim til­gangi að draga úr sam­keppn­is­hindr­un­um og reglu­byrði. OECD vinn­ur að sér­stöku sam­keppn­ismati en m.a. er „litið til þess að ein­falda fram­kvæmd bygg­ing­ar­mála með það að leiðarljósi að stytta bygg­ing­ar­tíma, draga úr kostnaði og bæta skil­yrði fyr­ir virka sam­keppni til hags­bóta fyr­ir at­vinnu­lífið og neyt­end­ur“.
  • Sam­keppn­is­lög­in tek­in til skoðunar með það að mark­miði að ein­falda fram­kvæmd þeirra og auka skil­virkni.

Í yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­inn­ar um end­ur­skoðun sam­keppn­islaga sagði:

„Meðal ann­ars verði skoðað hvort Sam­keppnis­eft­ir­litið eigi að veita sér­stak­ar und­anþágur frá bann­á­kvæðum lag­anna eða fyr­ir­tækj­um falið að meta sjálf hvort slík skil­yrði séu til staðar. Þá verða veltu­mörk til­kynn­ing­ar­skyldra samruna end­ur­skoðuð og horft til þess að hækka þau og einnig verða lagðar til breyt­ing­ar á málsmeðferð samruna­mála sem eru til þess falln­ar að ein­falda hana, m.a. með því að ein­falda styttri samruna­til­kynn­ing­ar.“

Efna­hags- og viðskipta­nefnd hef­ur lokið um­fjöll­un um frum­varp til breyt­inga á sam­keppn­is­lög­um. Meiri­hluti nefnd­ar­inn­ar legg­ur til nokkr­ar breyt­ing­ar og tel­ur rétt að Sam­keppnis­eft­ir­litið hafi áfram heim­ild til íhlut­un­ar án brots. Að öðru leyti er frum­varpið í sam­ræmi við fyr­ir­heit um of­an­greind­ar breyt­ing­ar á sam­keppn­is­lög­un­um.

Þegar þetta er skrifað er óvíst um af­drif frum­varps­ins, en hluti stjórn­ar­and­stöðunn­ar leggst gegn fram­gangi þess og vill þar með koma í veg fyr­ir að staðið sé við gef­in fyr­ir­heit til stuðnings lífs­kjara­samn­ing­un­um. Mögu­leik­ar minni­hluta þings til að standa í vegi fyr­ir að vilji þing­meiri­hluta nái fram að ganga, eru nýtt­ir til hins ýtr­asta í samn­ingaviðræðum um þinglok.

Fyr­ir­tæk­in beri ábyrgð

Sam­kvæmt gild­andi lög­um get­ur Sam­keppnis­eft­ir­litið veitt fyr­ir­tækj­um und­anþágu gegn bann­á­kvæðum sam­keppn­islaga enda sé stuðlað að bættri fram­leiðslu eða dreif­ingu á vöru eða þjón­ustu eða efli tækni­leg­ar og efna­hags­leg­ar fram­far­ir, veiti neyt­end­um sann­gjarna hlut­deild í ávinn­ingi sem af þeim hlýst, leggi ekki höft á hlutaðeig­andi fyr­ir­tæki sem óþörf eru til að sett­um mark­miðum verði náð og veiti fyr­ir­tækj­un­um ekki færi á að koma í veg fyr­ir sam­keppni að því er varðar veru­leg­an hluta fram­leiðslu­var­anna eða þjón­ust­unn­ar sem um er að ræða.

Í fyr­ir­liggj­andi frum­varpi er lögð til sú breyt­ing að fyr­ir­tæk­in meti sjálf hvort skil­yrði fyr­ir und­anþágum séu upp­fyllt. Þetta er í sam­ræmi við regl­ur í öðrum ríkj­um EES. Með þessu þurfa fyr­ir­tæk­in sjálf að bera ábyrgð á að ekki sé gengið gegn sam­keppn­is­lög­um að viðlagðri refsi­á­byrgð. Eft­ir sem áður get­ur Sam­keppnis­eft­ir­litið gripið til aðgerða sé þess þörf. Í um­sögn Sam­taka at­vinnu­lífs­ins [SA] er bent á að með þess­ari breyt­ingu minnki álag á Sam­keppnis­eft­ir­litið „sem eyk­ur lík­ur á hraðari og betri málsmeðferð í öðrum mál­um. Þegar breyt­ing­in átti sér stað í Evr­ópu varð gjör­breyt­ing á skil­virkni sam­keppnis­eft­ir­lits í flest­um Evr­ópu­ríkj­um.“

Skil­virkni eft­ir­lits skipt­ir mestu

Veltu­mörk fyr­ir til­kynn­ing­ar­skylda samruna fyr­ir­tækja hafa verið óbreytt frá ár­inu 2008. Það seg­ir sig því sjálft að eðli­legt er að hækka mörk­in líkt gert er í frum­varp­inu. Eng­in skyn­sam­leg rök standa gegn þeirri hækk­un. Þvert á móti verður svig­rúm Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins til að sinna öðrum mik­il­væg­um mála­flokk­um meira, málsmeðferðar­hraði eykst og skil­virkni eft­ir­lits­ins verður meiri, s.s. að vinna gegn ólög­mætu sam­ráði og sam­keppn­is­höml­um.

Það er rétt sem SA benda á í um­sögn sinni: „Skil­virkni í sam­keppnis­eft­ir­liti er grund­vall­ar­atriði til þess að ábati sam­keppn­inn­ar skili sér til neyt­enda.“

Sam­keppn­islaga­frum­varpið með þeim breyt­ing­um sem lagðar hafa verið til veikja í engu Sam­keppnis­eft­ir­litið. Þvert á móti gef­ur það stofn­un­inni mögu­leika til að sinna öðrum mik­il­væg­um verk­efn­um af krafti en um leið er dregið úr kostnaði fyr­ir­tækja – þau verða sam­keppn­is­hæf­ari. Til að standa und­ir lífs­kjara­samn­ing­um verður að tryggja sam­keppn­is­hæfni at­vinnu­lífs­ins og þar skipt­ir skil­virkt stjórn­kerfi hins op­in­bera, ekki síst eft­ir­lits­stofn­ana, miklu. Að þessu leyti er frum­varpið skref í rétta átt.

Ég hef oft áður bent á að sí­breyti­leg og flókn­ari lög og regl­ur komi í veg fyr­ir að fram­taks­menn geti haslað sér völl á mörkuðum þar sem stór­ir aðilar sitja fyr­ir á fleti. Í sinni verstu mynd kem­ur eft­ir­litsiðnaður­inn í veg fyr­ir sam­keppni og vernd­ar þá stóru. Oft finn­ur fákeppn­in kjör­lendi sitt hjá öfl­ug­um eft­ir­lits­stofn­un­um. Með öðrum orðum: Sam­keppn­is­hindr­an­ir leyn­ast ekki síst í flóknu reglu­verki.

Und­ir skipu­lagi frjálsra viðskipta er það borg­ar­inn – neyt­and­inn – sem hef­ur síðasta orðið. Hann verðlaun­ar og refs­ar. Frjáls borg­ari bein­ir viðskipt­um sín­um þangað sem hann fær góða þjón­ustu og vöru á sann­gjörnu verði. Kaupmaður­inn kapp­kost­ar að upp­fylla kröf­ur og vænt­ing­ar viðskipta­vina sinna því að öðrum kosti snúa þeir sér annað. Metnaðarlaus veit­ingamaður get­ur aldrei reiknað með að gest­ir snúi aft­ur ef hann nær ekki að upp­fylla vænt­ing­ar og kröf­ur.

Á hverj­um ein­asta degi greiða borg­ar­arn­ir at­kvæði og með því veita þeir viðskipta­líf­inu nauðsyn­legt aðhald. Val­frelsi er for­senda sam­keppn­inn­ar sem aft­ur leiðir til betri þjón­ustu, meiri gæðavöru og hag­stæðara verðs. Ekk­ert op­in­bert eft­ir­lit, regl­ur og lög koma í stað þessa aðhalds.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 24. júní 2020.