Brynjar og Hildur um upphlaupið í þinginu, fjarvinnu og umferðarhnúta

Reykvíkingarnir Brynjar Níelsson þingmaður og Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi mættu galvösk í Pólitíkina og ræddu stjórnmál liðinnar viku við Guðfinn Sigurvinsson. Hlusta má á þáttinn hér.

Brynjar ræddi um upphlaup Pírata í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þar sem formaðurinn sagði af sér án haldbærra skýringa og skipaði svo eftirmann sinn í beinni útsendingu í sjónvarpsfréttum án minnsta samráðs við aðra í nefndinni. Brynjar sagði að sá nyti ekki síns stuðnings og fór yfir næstu skref í málinu.

Hildur fór vítt og breitt yfir borgarmálin og ræddi meðal annars um hugmynd sína að um að borgin beiti sér fyrir sveigjanlegri vinnutíma og fjölgun á möguleikum til fjarvinnu til að draga úr umferðartöfum í Reykjavík.

Einnig var slegið á létta strengi og þau voru sammála um að einkaframtakið sem birst hefði á þjóðhátíðardaginn 17. júní í gær, þar sem frumlegar götuveislur og vinafagnaðir komu í stað opinberra hátíðarhalda af gamla skólanum væru vonandi boðberi nýrra tíma í gleðskap á þessum hátíðisdegi.