Fyrirtæki komist í skjól

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra:

Rík­is­stjórn­in hef­ur lagt sig alla fram við að hjálpa heim­il­um og fyr­ir­tækj­um að kom­ast í gegn­um öldu­rótið sem skap­ast hef­ur af völd­um heims­far­ald­urs COVID-19. Áhersla hef­ur verið lögð á að verja störf og af­komu al­menn­ings.

Einn liður í aðgerðum rík­is­stjórn­ar­inn­ar lýt­ur að því að koma líflínu til fyr­ir­tækja sem orðið hafa fyr­ir tekju­hruni. Heil at­vinnu­grein – ferðaþjón­ust­an – hef­ur nán­ast lagst á hliðina. Tekju­sam­drátt­ur fjöl­margra fyr­ir­tækja er vel yfir 75% á milli ára. Það er því nauðsyn­legt að skapa fyr­ir­tækj­um í þess­um aðstæðum skjól til upp­bygg­ing­ar; rétt eins og skipi sem tekið er í slipp til viðgerða og viðhalds.

Ég hef mælt fyr­ir frum­varpi á Alþingi sem fel­ur í sér tíma­bundið úrræði – greiðslu­skjól – handa fyr­ir­tækj­um í sér­stakri neyð vegna far­ald­urs­ins. Að upp­fyllt­um ákveðnum skil­yrðum geta þau fengið greiðslu­skjól í áföng­um í allt að ár. Heim­ild­in er veitt strax og hún berst héraðsdómi. Fyr­ir­tæki í greiðslu­skjóli fá tæki­færi til að semja við kröfu­hafa með fulltingi sér­staks aðstoðar­manns. Þar er um að ræða lög­mann eða lög­gilt­an end­ur­skoðanda sem fyr­ir­tækið til­nefn­ir sjálft sér til aðstoðar en héraðsdóm­ur staðfest­ir.

Frum­varpið veit­ir fyr­ir­tækj­um vernd gegn öll­um inn­heimtu- og þving­unar­úr­ræðum og skipt­ir þá ekki máli hvort kröfu­hafi er einkaaðili, ríki eða sveit­ar­fé­lag. Greiðslu­skjóli get­ur lokið án frek­ari aðgerða með því að starf­semi fyr­ir­tæk­is kemst í rétt horf. Fyr­ir­tæki get­ur einnig náð frjáls­um samn­ing­um við kröfu­hafa. Þá verður unnt sam­kvæmt frum­varp­inu að koma á nauðasamn­ingi með til­tölu­lega ein­faldri aðgerð. Þá er ein­ung­is nauðsyn­legt að um­sjón­ar­maður samþykki nauðasamn­ing­inn og að héraðsdóm­ur staðfesti hann – ekki þarf að fara í at­kvæðagreiðslu meðal kröfu­hafa.

Með þessu frum­varpi verður kom­ist hjá mögu­leg­um gjaldþrot­um fyr­ir­tækja sem hefðu, í eðli­legu ár­ferði, séð fram á rekst­ur til framtíðar. Það er sam­fé­lag­inu nauðsyn­legt að halda lífi í þannig fyr­ir­tækj­um, þannig tryggj­um við áfram störf og hag­vöxt. Rétt er að und­ir­strika að hér er um tíma­bundið ákvæði að ræða tengt hinu sér­staka neyðarástandi og teng­ist þeim óvæntu aðstæðum sem við búum nú við. Von­andi nýt­ist úrræðið sem flest­um fyr­ir­tækj­um í vanda þannig að þau verði til­bú­in þegar á reyn­ir og full starf­semi geti haf­ist að nýju.

Það er hlut­verk þeirra stjórn­mála­manna sem fara með völd í land­inu að sýna ábyrgð og festu í því ástandi sem nú rík­ir og boða lausnamiðaðar aðgerðir. Það er gert með þessu frum­varpi sem gagn­ast fyr­ir­tækj­um til lengri tíma.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 4. júní 2020.