Margrét Sanders í Pólitíkinni

Margrét Sanders oddviti sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ er gestur Guðfinns Sigurvinssonar í Pólitíkinni þessa vikuna og ræddi um sóknarfæri í atvinnuuppbyggingu á svæðinu nú þegar atvinnuleysi er þar með mesta móti vegna Covid-19. Margrét furðar sig á áhugaleysi meirihlutans í bæjarstjórn Reykjanesbæjar á uppbyggingarmöguleikum í tengslum við NATO í Helguvík. Þáttinn má hlusta á hér.

Margrét var formaður Samtaka verslunar og þjónustu á árunum 2014-2019. Í formannstíð sinni vann Margrét m.a. ötullega að því að bæta rekstrarskilyrði einkareksturs í heilbrigðisþjónustu og skólamálum sem henni finnst ganga alltof hægt og í hennar tíð voru sömuleiðis tollar af öllu nema matvöru og almenn vörugjöld felldir niður.

Margrét Sanders hefur frá árinu 1999 stýrt alþjóðlegu ráðgjafarfyrirtæki en auk þess starfaði Margrét í nokkur ár við kennslu. Hún hefur þá komið að stjórnum ýmissa samtaka og félaga og hefur um árabil verið virkur þátttakandi í uppbyggingu atvinnulífsins.