Sjálfstæðisflokkurinn 91 árs í dag

Í dag, hinn 25. maí, fagnar Sjálfstæðisflokkurinn 91 árs afmæli sínu, en flokkurinn var stofnaður með sameiningu Íhaldsflokksins og Frjálslynda flokksins þennan dag árið 1929. Allar götur síðan hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið fjölmennasti stjórnmálaflokkur Íslands og eitt stærsta umbótaafl í íslensku samfélagi.

Starfsemi Sjálfstæðisflokksins er virk um allt land og telja aðildarfélög flokksins vel á annað hundrað.

Fyrsti formaður flokksins var Jón Þorláksson, verkfræðingur og síðar borgarstjóri í Reykjavík. Núverandi formaður Sjálfstæðisflokksins er Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Alls hafa níu manns gegnt formennsku í flokknum frá stofnun og allir hafa þeir gegnt embætti forsætisráðherra. Nánar má lesa um sögu flokksins hér.