Góðu skuldirnar

Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur:

Í umræðum um árs­reikn­ing Reykja­vík­ur­borg­ar kom fram að skuld­ir hefðu auk­ist um 21 millj­arð á síðasta ári. Um það er ekki deilt. Borg­in hef­ur bætt á sig meira en millj­arði á mánuði öll síðustu ár. Í góðær­inu góða.

Meiri­hlut­inn í borg­inni seg­ir þetta allt hafa farið í góð mál. Þetta eru sem sagt „góðar skuld­ir“. Borg­ar­full­trúi meiri­hlut­ans sagði það „gott“ að farið hefði verið í 500 millj­óna króna bragga­verk­efni. Hálf­ur viti fyr­ir 175 millj­ón­ir, sem gera þurfti vegna skipu­lags­mistaka borg­ar­inn­ar, væri „frá­bær“. End­ur­bæt­ur á Hlemmi sem slógu út all­ar áætlan­ir upp á hundruð millj­óna sagði borg­ar­full­trú­inn að hefðu „slegið í gegn“. Er nokk­ur ástæða til að hætta upp­taln­ing­unni?

Hér mætti hrósa því að borg­inni tókst að farga 267 millj­ón­um í að mála og stand­setja timb­ur­hús í Grjótaþorp­inu. Þrjú hundruð millj­ón­ir hið minnsta eru að fara í Óðin­s­torg. Fimm hundruð millj­ón­ir fóru í múr við Miklu­braut. Með sama hætti ætti að hrósa SORPU fyr­ir stór­kost­lega framúr­keyrslu og fjár­fest­ingu upp á 6,1 millj­arð í gasgerðar­stöð. Og þá væri ekki úr vegi að þakka Viðreisn fyr­ir að ætla nú að setja um tvo millj­arða svo flytja megi mal­bik­un­ar­stöðina Höfða hf. úr höfðanum og upp á Esju­mela. Það væri í takt við annað. Þessi meiri­hluti sem hrós­ar sér af öll­um þess­um framúr­keyrslu­verk­efn­um vill síðan fara í borg­ar­línu sem á að kosta 70 millj­arða króna. Og eng­in rekstr­aráætl­un er til fyr­ir hana frek­ar en gasgerðar­stöðina hjá Sorpu.

Eins og spurt er í Völu­spá: Vituð ér enn, eða hvað? Það þarf ekki frek­ari vitn­anna við.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 21. maí 2020.