Páll í Pólitíkinni

Páll Magnússon fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis og oddviti Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu er gestur Guðfinns Sigurvinssonar í nýjasta þætti af Pólitíkinni. Páll ræddi málefni kjördæmisins vítt og breitt í þættinum. Hlusta má á þáttinn hér.

Suðurkjördæmi er gríðarlega víðfeðmt kjördæmi og atvinnulífið er langt frá því að vera einsleitt. Atvinnuvegirnir eru sjávarútvegur, landbúnaður, ferðaþjónusta, iðnaður, verslun og þjónusta af öllum toga, svo fátt eitt sé nefnt. Páll ræddi um áskoranir og tækifæri kjördæmsins í þættinum.

Suðurkjördæmi hefur 10 sæti á Alþingi en kjördæmið er hið gamla Suðurlandskjördæmi að viðbættum Hornafirði sem áður tilheyrði Austurlandskjördæmi og Suðurnesjum sem áður voru í Reykjaneskjördæmi.