Kristján Þór

Blásið til sóknar í íslenskri garðyrkju

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra:

Staðreynd­in er þessi: Markaðshlut­deild inn­lendr­ar fram­leiðslu helstu garðyrkju­af­urða á inn­an­lands­markaði féll í tonn­um úr 75% árið 2010 í 52% árið 2018. Meg­in­mark­mið nýs garðyrkju­samn­ings milli stjórn­valda og bænda sem skrifað var und­ir í vik­unni er að snúa þess­ari þróun við. Gerðar eru grund­vall­ar­breyt­ing­ar á starfs­um­hverfi ís­lenskr­ar garðyrkju og með því skapaðar for­send­ur fyr­ir því að hægt verði að auka fram­leiðslu á ís­lensku græn­meti um 25% á næstu þrem­ur árum og auka þannig markaðshlut­deild inn­lendr­ar fram­leiðslu. Til þess að ná þessu mark­miði er ár­legt fjár­fram­lag stjórn­valda til samn­ings­ins hækkað um 200 millj­ón­ir króna á ári, úr um 660 millj­ón­um í um 860 millj­ón­ir. Tek­ur sú breyt­ing gildi strax á þessu ári.

Stór­auk­in fram­lög vegna raf­orku­kostnaðar

Í sam­komu­lag­inu er gerð sú breyt­ing að fyr­ir­komu­lagi á niður­greiðslum á raf­orku er breytt með þeim hætti að yl­rækt­end­um, þ.e. þeim sem rækta í gróður­hús­um eða öðru lokuðu rými, verða tryggðar bein­greiðslur vegna lýs­ing­ar í stað niður­greiðslu kostnaðar. Þetta er gert til þess að stuðla að hag­felld­ari starfs­skil­yrðum grein­ar­inn­ar. Jafn­framt er bætt við þenn­an lið samn­ings­ins alls 70 millj­ón­um króna til að stuðla að lægra raf­orku­verði til ís­lenskr­ar garðyrkju.

Fjöl­breytt­ari rækt­un nýt­ur bein­greiðslna

Frá því fyrsti bú­vöru­samn­ing­ur um garðyrkju var gerður árið 2002 hafa stuðnings­greiðslur tak­mark­ast við inn­i­rækt­un vegna fram­leiðslu á gúrk­um, tómöt­um og papriku. Með hinu nýja sam­komu­lagi bæt­ist við nýr flokk­ur bein­greiðslna vegna rækt­un­ar á öðrum græn­metis­teg­und­um. Með því er hvatt til og stuðlað að fjöl­breytt­ari rækt­un græn­met­is en hingað til hef­ur þekkst í ís­lenskri garðyrkju.

Fram­leiðsla á úti­ræktuðu græn­meti, m.a. kína­káli, blóm­káli, gul­rót­um og róf­um, hef­ur hingað til fengið afar tak­markaðan stuðning í formi jarðrækt­ar­styrkja. Með hinu nýja sam­komu­lagi eru fram­lög í formi jarðrækt­ar­styrkja hækkuð um­tals­vert og þannig stuðlað að enn frek­ari fram­leiðslu á þess­um vör­um og til­heyr­andi fjár­fest­ingu í grein­inni.

Íslensk garðyrkja kol­efnis­jöfnuð

Meðal annarra atriða sam­komu­lags­ins má nefna það metnaðarfulla mark­mið sem stjórn­völd og bænd­ur sam­ein­ast um að ís­lensk garðyrkja verði að fullu kol­efnis­jöfnuð eigi síðar en árið 2040. Er 15 millj­ón­um kr. varið til þessa verk­efn­is strax á þessu ári. Þá er í sam­ræmi við sátt­mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar auknu fjár­magni varið til aðlög­un­ar að líf­ræn­um fram­leiðslu­hátt­um í garðyrkju. Mark­mið þess er að aðstoða fram­leiðend­ur við að upp­fylla þær kröf­ur sem líf­ræn garðyrkju­fram­leiðsla hef­ur í för með sér og auka fram­boð slíkra vara á markaði.

Í sam­komu­lag­inu er jafn­framt að finna ákvæði um að ráðuneyti mitt setji á fót mæla­borð fyr­ir ís­lensk­an land­búnað sem mun halda utan um upp­lýs­ing­ar um mat­væla­fram­leiðslu á sviði land­búnaðar á Íslandi. Með því verður hægt að hafa yf­ir­sýn yfir fram­leiðslu, sölu og birgðir í land­inu m.a. vegna fæðuör­ygg­is og slík­ur gagna­grunn­ur eyk­ur auk þess gagn­sæi. Þetta er verk­efni sem ég hef talað fyr­ir í nokk­urn tíma og ég von­ast til að ljúka á þessu ári.

Fjár­fest í framtíðinni

Ég er af­skap­lega stolt­ur og ánægður með þetta sam­komu­lag sem mark­ar tíma­mót í ís­lenskri garðyrkju. Með sína öf­undsverðu sér­stöðu, sem birt­ist meðal ann­ars í hreina vatn­inu okk­ar, land­rým­inu, hrein­leika og um­hverf­i­s­væn­um fram­leiðslu­hátt­um, hef ég óbilandi trú á framtíð ís­lenskr­ar garðyrkju. Með þessu sam­komu­lagi erum við að fjár­festa í framtíðinni og grípa þau tæki­færi sem við okk­ur blasa.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 16. maí 2020.