Þórdís Kolbrún og Jóhannes Þór um opnun landamæranna

Rýmkaðar ferðareglur taka gildi og með þeim verði landamæri Íslands opnuð á nýjan leik þann 15. júní næstkomandi.  Helsta breytingin er að fram fari sýnatökur til að ferðamenn geti komist hjá sóttkví að uppfylltum tilteknum skilyrðum.

Viðbrögðin hafa verið jákvæð, ekki síst hjá ferðaþjónustunni sem fær nú meiri vissu en áður en það eru líka margt sem þarf að athuga. Hvað ef ferðamenn verða þrátt fyrir allt tregir til að koma? Hvað ef reglur um ferðalög í öðrum löndum vinna ekki með þessum breytingum? Hvað ef ekki spilast rétt úr málefnum Icelandair? Hvað ef faraldurinn gýs upp á nýjan leik?

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra og Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar ræddu þessar stóru spurningar í nýjasta hlaðvarpsþættinum af Pólitíkinni. Hægt er að hlusta á þáttinn hér.