Afnám hafta – samningar aldarinnar?

Brynjar Níelsson alþingismaður:

Sig­urður Már Jóns­son hef­ur skrifað áhuga­verða bók um af­nám hafta, sem ástæða er til að hvetja sem flesta til að lesa. Bók­in er afrakst­ur um­fangs­mik­ill­ar heim­ild­ar­vinnu sem varp­ar ljósi á ýmsa þætti sem hafa hugs­an­lega ekki fengið þá um­fjöll­un sem þeir eiga skilið.

Vinstri­stjórn­in

Það eru eng­in sér­stök tíðindi að vinstri­stjórn­in 2009-2013 var kom­in að fót­um fram og rúin trausti í lok kjör­tíma­bils­ins. Flosnað hafði upp úr stjórn­ar­sam­starf­inu þegar á leið og erfiðara að smala kött­un­um sam­an svo vísað sé beint til orða þáver­andi for­sæt­is­ráðherra. Sitt sýn­ist hverj­um um gerðir og ár­ang­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar á þess­um tíma en lítið hef­ur farið fyr­ir umræðu um nálg­un henn­ar við kröfu­hafa föllnu bank­anna. Eins og kunn­ugt er voru þess­ar kröf­ur að mestu leyti komn­ar í eigu vog­un­ar­sjóða, sem höfðu gíf­ur­lega hags­muni af því að lög­gjöf svo sem varðandi skatt­lagn­ingu og gjald­eyr­is­höft yrði þeim hag­stæð. Þess­ir kröfu­haf­ar réðu sér eðli­lega ráðgjafa úr hópi lög­manna og fjöl­miðlamanna, auk þess sem slita­stjórn­ir á háum laun­um önnuðust hags­muni þeirra. Við því er ekk­ert að segja. Það er ekk­ert óeðli­legt að vog­un­ar­sjóðir gæti sinna hags­muna og ráði sér inn­lenda ráðgjafa í því skyni. Það er hins veg­ar mik­il­vægt að þeir sem fara með hags­muni þjóðar­inn­ar horfi til annarra sjón­ar­miða og eins að sjálf­stæðir fjöl­miðlar láti ekki mis­nota sig í þessu skyni.

Söku­dólg­ar

Þegar þjóðir verða fyr­ir áfalli er nauðsyn­legt að finna söku­dólga og banka­menn­irn­ir sem hafði verið lyft upp á stall og marg­verðlaunaðir lágu vel við höggi. Þessi aðferð hent­ar sér­stak­lega vel stjórn­mála­flokk­um þar sem mál­efn­astaðan er fá­tæk­leg. Umræðan var á þann veg að alþjóðleg bankakreppa væri í raun ein­göngu hér á landi og stafaði af óheiðarleg­um banka­mönn­um sem bæru al­farið sök á ástand­inu. Einn ráðherra vinstri­stjórn­ar­inn­ar orðaði það svo að ís­lensk­ir banka­menn væru þeir verstu í heimi. Þessi aðferð að leita söku­dólga hér á landi við alþjóðleg­um krepp­um er ekki ein­ung­is röng, held­ur bein­lín­is heimsku­leg. Þetta hljómaði að sjálf­sögðu vel í eyr­um er­lendra kröfu­hafa, sem komu skipu­lega á fram­færi upp­lýs­ing­um til fjöl­miðla. Þeir væru fórn­ar­lömb óprútt­inna banka­manna og eðli­legt að lög­gjöf­in tæki mið af því. Hér gegndu fjöl­miðlamenn eins og Þórður Snær hjá Kjarn­an­um og Sigrún Davíðsdótt­ir hjá Rík­is­út­varp­inu lyk­il­hlut­verki. Þessi væn­i­sýki náði há­marki í Ices­a­ve-mál­inu, en þar komst trommu­leik­ar­inn Vil­hjálm­ur Þor­steins­son, eig­andi Kjarn­ans og þáver­andi gjald­keri Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, að þeirri niður­stöðu að okk­ur bæri siðferðis­leg skylda til að greiða er­lend­um kröfu­höf­um bankainni­stæðurn­ar óháð því hver niðurstaða inn­lendra sem alþjóðlegra dóm­stóla yrði.

Samn­inga­menn Íslands

Umræða um söku­dólga hafði aug­ljós áhrif á nálg­un vinstri­stjórn­ar­inn­ar enda stuðluðu ráðherr­ar þeirr­ar rík­is­stjórn­ar sjálf­ir að henni. Send­ur var fyrr­ver­andi stjórn­mála­maður og emb­ætt­ismaður á eft­ir­laun­um til að semja við þrautreynda viðskipta­menn í Ices­a­ve-mál­inu. Niðurstaðan, sem þeir nenntu ekki að hanga of lengi yfir, skipti ekki öllu máli, enda í raun við banka­menn­ina að sak­ast og Sjálf­stæðis­flokk­inn. Þegar greiðslurn­ar kæmu til út­borg­un­ar eft­ir valda­tíma vinstri­stjórn­ar­inn­ar var auðvelt að benda á póli­tíska and­stæðinga sem bæru í raun ábyrgðina. Sama mátti í raun segja um er­lendu kröfu­haf­ana – þeir væru fórn­ar­lömb þess­ara óheiðarlegu banka­manna og stjórn­mála­stefnu Sjálf­stæðis­flokks­ins.

Ger­breytt stefna

Rík­is­stjórn Fram­sókn­ar­flokks­ins og Sjálf­stæðis­flokks­ins sem tók við 2013 nálgaðist þessi mál á ger­ólík­an hátt. Oft var reitt hátt til höggs og ekki endi­lega víst að all­ar þær hug­mynd­ir sem fram komu hefðu staðist ef á þær hefði reynt fyr­ir dóm­stól­um. Þetta var hins veg­ar ger­breytt staða fyr­ir vog­un­ar­sjóðina og nokkuð sem þeir voru van­ir að glíma við í öðrum lönd­um. Fengn­ir voru samn­inga­menn úr fjár­mála- og viðskiptaum­hverfi til að leiða viðræður við er­lenda kröfu­hafa. Í þeim viðræðum var reynt að spila á ólíka hags­muni bank­anna varðandi stöðug­leikafram­lög og lög­gjaf­ar­vald­inu óspart hótað ef ekki næðist ásætt­an­leg niðurstaða.

Blessað hrunið sem gerði syni mína ríka

Niðurstaðan var sú að er­lend­ir kröfu­haf­ar voru þvingaðir til þess að greiða um­tals­verðar greiðslur í rík­is­sjóð, sem nefnt hef­ur verið stöðug­leikafram­lag, og skýr­ir ásamt aukn­ingu ferðamanna að stór­um hluta öfl­ug­an gjald­eyr­is­forða og lágt skulda­hlut­fall þjóðar­inn­ar. Í bók Sig­urðar Más er þessi tala sögð vera 657 millj­arðar sem svar­ar til ábata af ferðamannaiðnaði í 30 ár. Að auki hef­ur rík­is­sjóður notið góðs af arðgreiðslum bank­anna og von­andi sölu­and­virði þeirra þegar þeir verða seld­ir að nýju. Þrátt fyr­ir stöðug­leikafram­lagið högnuðust vog­un­ar­sjóðirn­ir gríðarlega enda keypt kröf­urn­ar á hra­kv­irði.

Lán­veit­ing­ar

Þótt ótrú­legt megi virðast má ætla að efna­hags­áföll vegna kór­ónu­veirunn­ar verði um­fangs­meiri en í þeirri alþjóðlegu fjár­málakreppu sem reið yfir haustið 2008. Við þess­ar aðstæður er krafa til þess að rík­is­valdið rétti at­vinnu­líf­inu hjálp­ar­hönd og fjár­mála­fyr­ir­tæki aðstoði sína viðskipta­vini á meðan þess­ar hörm­ung­ar ganga yfir. Auðvitað erum við öll sam­mála um að bank­arn­ir standi við bakið á viðskipta­vin­um sín­um þegar í harðbakk­ann slær, eða er það ekki ann­ars? For­senda þessa er auðvitað að at­vinnu­lífið verði fljótt á fæt­urna aft­ur þegar krepp­unni lýk­ur, okk­ur öll­um, þ.m.t. rík­is­sjóði og fjár­mála­fyr­ir­tækj­um, til hags­bóta. Get­ur verið að ís­lensku banka­menn­irn­ir hafi haft þetta í huga á ár­inu 2008?

Greinin birtist í Morgunblaðinu 14. maí 2020.